Tarotspilanámskeið fyrir byrjendur í Virkjun
Tarotspil eru spáspil og fyrir þá sem hafa áhuga að kynna sér kraft þeirra og merkingu geta komið á tveggja skipta námskeið í Virkjun. Fyrra skiptið verður í Virkjun fimmtudaginn 10. maí klukkan 13:00 og seinna skiptið mánudaginn 14. maí klukkan 13:00.
Markmiðið er að námskeiðið verði skemmtilegt og uppbyggjandi og margir geti öðlast öryggi með spilin eftir þetta námskeið.
Gott væri ef fólk sem eiga spil taka þau með sér en annars annars verð spil í sölu á sanngjörnu verði ef fólk vill.
Fyrri dagurinn verður kynning, á æðri launhelgunum sem eru Major spil. Seinni dagurinn lægri launhelgarnir, æfingar og tengingar.
Vinsamlegast látið vita ef þið hafið áhuga á að koma, annað hvort með að senda póst á: [email protected], skilaboð á facebook eða hringja í síma: 426-5388. Þetta námskeið er gjaldfrítt eins og önnur námskeið í Virkjun. Þannig að allir geta komið og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Elskum alla þjónum öllum.
Kær kveðja, Kata (Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir) og Virkjun mannauðs á Reykjanesi.