Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sunnudagur 10. nóvember 2002 kl. 00:09

Talningu frestað í Suðurkjördæmi

Búið er að fresta talningu atkvæða í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, en kosið var í flokksvalinu í dag. Ástæða frestunarinnar er sú að ófært er til Vestmannaeyja og er því ekki hægt að flytja atkvæði Vestmannaeyinga á talningarstað á Selfossi. Búist er við að tölur liggi fyrir um hádegisbil á morgun. Fjórir Suðurnesjamenn eru í framboði í floksvali Samfylkingarinnar:Sigríður Jóhannesdóttir, Jóhann Geirdal, Unnur G. Kristjánsdóttir og Jón Gunnarsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024