Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Taktu þátt í tilraun til lýðræðis
Fimmtudagur 2. júlí 2015 kl. 13:53

Taktu þátt í tilraun til lýðræðis

Í dag hófst undirskriftasöfnun meðal íbúa Reykjanesbæjar. Henni er ætlað að knýja fram íbúakosningu um kísilmálmversksmiðju Thorsil í Helguvík.  Þessi undirskriftasöfnun er prófsteinn á íbúalýðræðið.  Virkar það eingöngu á fjögurra ára fresti þegar við kjósum í bæjarstjórn?  Sættum við okkur við að sitja uppi með það sem við kjósum fram að næstu kosningum eða viljum við hafa eitthvað um stóru málin að segja þess á milli? Þessi undirkriftasöfnun snýst um það.

Eina ástæðan er fyrir því að bæjarstjórn samþykkti þessa undiskriftasöfnun er sú að henni bar að gera það samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Að öðru leyti hafa hagsmunir Thorsil algjörlega verið látnir ráða för. Það hefur ekkert farið á milli mála í þeim samskiptum sem við í baráttuhópnum höfum átt við talsmenn bæjarfélagsins í aðdraganda þessarar undirskriftasöfnunar.

Vinnubrögð bæjaryfirvalda eru í raun algjörlega óboðleg. Þau hafa haldið uppi hræðsluáróðri um yfirvofandi skaðabótaskyldu verði málið stöðvað. Þá hafa títtnefndir samningar milli Reykjanesbæjar og Thorsil var grundvöllur hótana Thorsil um skaðabótakröfur.  Sá er þetta ritar óskaði því eftir að fá samningana við Thorsil í hendur þar sem til stóð að fá lögræðiálit á þeim með hliðsjón af þessum fullyrðingum.  Óskaði ég eftir þessum samningum með vísan til til almennra upplýsingalaga nr. 140/2012 og laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006.  Mér var neitað um þessi gögn á þeirri forsendu að  Thorsil væri á móti því að afhenda þau. Samningarnir eru því sveipaðir dulúð og leyndarhyggju enn um sinn.

Ef þetta er rétt, þá hljóta þessir samningar að vera hreint og klárt lögbrot því þeir er þá gerðir áður en framkvæmdin fór í gegnum lögbundið ferli, m.a. umhverfismat. Þannig var þá búið að semja fyrirfram um niðurstöðuna áður en lögbundið ferli fór fram. Sem verður til þess að aðkoma almennings og hagsmunaaðila í umsagnaferlinu er algjörlega gjaldfelld og að engu gerð.  Þótt ekki væri nema af þeirri ástæðu einni ættum við öll að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun og krefjast íbúakosninga.

Undiskriftasöfnunin fer fram á netinu á slóðinni: https://listar.island.is/Stydjum/ibuakosningu?Einnig verður farið um bæinn með hefðbundna undirskriftalista.
Þetta í fyrsta skipti sem látið er reyna á ákvæði sveitarstjórnarlaga um undirskriftasöfnun af þessu tagi.  Þjóðskrá tekur að sér að halda utan um rafrænan hluta hennar og er þetta í fyrsta skipti sem stofnunin stendur að slíku verkefni samkvæmt lögunum. Þess vegna má segja að um tilraunaverkefni sé að ræða.  Það verður því fróðlegt að sjá hvað þessi tilraun muni leiða í ljós.  Mun þetta virka? Þú, bæjarbúi góður, hefur mest um það að segja.

Ellert Grétarsson,?
íbúi í Reykanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024