Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Takk fyrir Sumardaginn fyrsta, skátar!
Laugardagur 30. apríl 2016 kl. 06:00

Takk fyrir Sumardaginn fyrsta, skátar!

Sumardagurinn fyrsti rann loksins upp! Það var enn svolítið kalt en við fjölskyldan ákváðum samt að njóta sólarinnar og fara með krakkana á skemmtidagskrá Skátanna við 88-húsið. Þar var skemmtilegt leiksvæði og hoppukastalar og fullt af fólki mætt. Krakkarnir hoppuðu um hamingjusöm og pulsulyktina lagði yfir svæðið. Þó svo að það hafi verið röð á trampólínið fórum við aftur og aftur. Skátarnir hjálpuðu krökkunum að klifra og minntu á ábyrgðarfull eldri systkini.

Við átum pulsurnar okkar inni við og þá var þar happdrætti. Við keyptum okkur þrjá miða og vonuðum innilega að hljóta einhvern vinning. Þegar tilkynnt var að næstu verðlaun væru frá Fernando Pizza langaði okkur mikið að vinna en unnum því miður ekki. Krakkarnir vildu þá fara aftur út að leika. Happdrættið var ekki búið en okkur var tilkynnt að hringt yrði í alla vinningshafa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við vorum mjög þakklát fyrir þennan skemmtilega fyrsta dag sumarsins og alla skemmtunina svo við gleymdum happdrættinu. Á sunnudeginum fengum við þau skilaboð að við hefðum fengið vinning á alla þrjá miðana. Vinningarnir voru 70 mínútna nudd, handsnyrting og gjafakort fyrir leigu á sal skátaheimilisins. Þetta var besti sumardagurinn fyrsti sem ég man eftir. Mig langar til að þakka skipuleggjendum hátíðarinnar, foreldrum fyrir hjálpsöm og kurteis börn, öllum styrktaraðilum fyrir verðlaunin fínu og fyrir að styðja við Skátana. Jafnvel þó svo að það sé ekki mjög hlýtt úti núna getum við yljað okkur við góðar minningar frá sumardeginum fyrsta.

Maria Shishigina-Pálsson