Takk fyrir mig og mína!
Sandgerðisdagar voru haldnir s.l. helgi í fimmta sinn og sótti undirrituð (brottfluttur Sandgerðingur) ýmsa viðburði sem í boði voru. Mig langar að nefna einn viðburð af mörgum sem mér fannst takast afburða vel, en það var skemmtun í safnaðarheimilinu sem var haldin á föstudagskvöldið. Ég var sótt af fjölskyldumeðlimum mínum ansi snemma að mér fannst, en ég var fegin þegar ég mætti á staðinn og náði sæti, það var troðfullt hús og þurftu margir að standa.Þetta var sannkölluð menningarveisla, ýmsir listamenn stigu á svið og stóðu sig frábærlega vel og fengu góðar undirtektir hjá viðstöddum. Ég vil óska Sandgerðingum til hamingju með vel heppnaða Sandgerðisdaga með ósk um marga fleiri.
Ég vil nota tækifærið og bjóða Sandgerðingum sem og öðrum landsmönnum á Ljósanótt sem verður haldin í Reykjanesbæ nú um helgina. Takk kærlega fyrir mig og mína.
Íris Jónsdóttir
Ég vil nota tækifærið og bjóða Sandgerðingum sem og öðrum landsmönnum á Ljósanótt sem verður haldin í Reykjanesbæ nú um helgina. Takk kærlega fyrir mig og mína.
Íris Jónsdóttir