Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Takk fyrir ekkert!
Föstudagur 15. febrúar 2019 kl. 06:00

Takk fyrir ekkert!

Lokaorð Margeirs Vilhjálmssonar

Nú er kjördæmavika hjá Alþingismönnum. Sjálfstæðisflokkurinn gerði mikið úr sinni, allir saman í rútu og voða gaman. Fóru norður. En ekki hvað. Beinar útsendingar á Fésbókinni og svaka fjör. Minnti helst á ferð á sveitaball hjá framhaldsskóla. Lítið fór fyrir málefnunum en helst datt manni í hug að verið væri að leita að hentugum staðsetningum fyrir vegtollahlið. Það má þó hrósa Sjálfstæðisflokknum fyrir að reyna. Þeir fóru allavega ekki að dæmi Píratans sem skrapp á barinn, drullaði yfir blaðamann, sagði af sér varaþingmennsku en lét hjá líða að afþakka listamannalaunin sem hann þiggur úr vasa skattgreiðenda.

Ekkert hefur frést af Loga Einarssyni og hirð hans. Kannski Samfylkingin sé á Klausturbarnum með Miðflokknum og þeim óháðu. Flott partý.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það hefði verið flott byrjun á kjördæmaviku ef allir þingmenn Suðurkjördæmis, hvaða flokki sem þeir tilheyra, hefðu hoppað uppí bíl með Ása Friðriks, kveikt á radarvaranum og brunað á fund í Reykjanesbæ. Fagnað með bæjarstjórninni að sveitarfélagið sé nú orðið það fjórða stærsta á landinu. Kannski spurt fyrir kurteisissakir hvað þau gætu gert til að verða að liði. Hvaða mál þurfa brýnast úrlausna við. Geta þau gert eitthvað annað en að færa okkur vegtolla á Reykjanesbrautina? Þingmennirnir vita svörin. Vandamálið er að þeim er skítsama. Það hafa þeir sýnt með ítrekuðu fálæti og aðgerðaleysi. Það er gott að raka saman úr vasa skattgreiðenda vel á aðra milljón króna í laun á mánuði, fast að 24 milljónum á ári og sinna starfinu með hangandi hendi. Tveir lottóvinningar á ári laun í fjögur ár. Það er ekki slæmt fyrir þann sem þiggur. En fyrir þann sem greiðir launin er þetta ólíðandi.

Kjósendur þurfa að muna í næstu kosningum að þakka þeim getuleysið með atkvæði sínu og velja aðra einstaklinga til forystu fyrir svæðið á Alþingi.


Takk fyrir ekkert.