Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Takk fyrir!
Föstudagur 4. nóvember 2016 kl. 09:00

Takk fyrir!

Ég vil koma á framfæri kærum þökkum til ykkar allra sem studduð Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum um síðustu helgi. Við unnum umtalsverðan sigur;  fengum 31,5% atkvæða sem er næst mesta fylgi sem flokkurinn hefur hlotið frá því að Suðurkjördæmi varð til í núverandi mynd árið 2003. Einungis 2007 fékk flokkurinn meira fylgi. Þetta er rúmlega 11% fylgisaukning frá kosningunum 2013; við náðum fjórum kjördæmakjörnum þingmönnum og endurheimtum stöðu okkar sem stærsti flokkur kjördæmisins. Langstærsti.

Fyrir þetta er ég auðvitað þakklátur öllum þeim sem kusu flokkinn - en einkum og sér í lagi öllum þeim sem studdu hann líka með ráðum og dáð. Fjöldi fólks stóð með flokknum til sóknar og varnar; mætti á fundi og lét í sér heyra; mætti á kosningaskrifstofur okkar og hellti upp á kaffi og bakaði kökur; talaði máli flokksins gagnvart vinum og ættingjum og tók þátt í skipulagðri kosningabaráttu með úthringingum og öðru starfi. Fyrir mig, byrjandann í flokksstarfinu, var það hrein opinberun að verða vitni að þessum þrótti og baráttuvilja. Ég sannfærðist um að í öllum þessum virku stuðningsmönnum felst meginstyrkur Sjálfstæðisflokksins umfram aðra flokka.

Kærar þakkir til ykkar allra!

Páll Magnússon
Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024