Tækifærissinni
Það er alltaf merkilegt að fylgjast með skrifum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar hvar og hvað hann skrifar um.
Það er gott að geta breytt því sem skrifað er svo að það henti hverju sinni. Geta síðan sagt að þetta hafi bara verið grín. En var það grín í upphafi? Einu sinni var sagt að menn yrðu að gæta orða sinna hvort sem um ræðu eða ritað mál væri að ræða. Það er eitthvað sem háttvirtur þingmaður ætti að skoða.
Magnús fer oft um víðan völl í sinni ræðu og ritun þar sem hann virðist alltaf vita betur en þeir sem hann er að gagnrýna. Allt eru þetta staðreyndir segir hann. Nú geysist hann fram á ritvöllin og skrifar frá New York. Það er greinilega ekki mikið um að vera á þingi Sameinuðu Þjóðanna, eða hann hefur ekki tíma til að sinna störfum þar vegna anna við að skrifa á netið. Spurning hvort við ættum ekki að fækka þeim sem þangað fara?
Sameining sveitarfélaga er nú í umræðunni og þá sérstaklega niðurstaðan sem var á þann hátt að flestöll sveitarfélög felldu hana. Hinsvegar gladdi það mig að mitt gamla sveitarfélag sem er á vesturlandi er að ná aftur saman eftir erfiðan skilað fyrir allmörgum árum síðan.
Magnús þór gagnrýnir þetta allt saman og segir þetta hafa verið sóun á fjármunum og tíma. Ég get ekki verið honum sammála í þessu, þar sem nauðsynlegt var að fara út í þetta verkefni sem að stórum hluta var komið til vegna óska frá sveitarfélögum, sem vildu að þessi mál væru skoðuð. Hvers vegna? Vegna aukinna verkefna sem sveitarfélögin eru að taka við frá ríkinu er nauðsynlegt að gætt sé að hagræðingu sem erfitt er að ná í smáum sveitarfélögum. Eins til þess að þau yrðu betur í stakk búin til að takst við þessi nýju verkefni. Það kom hinsvegar í ljós að lítill áhugi var á að sameina þau sveitarfélög sem kosið var í.
Það er ekki hægt að kenna þeim um sem unnu að þessu máli. Nauðsynlegt var að komast að niðurstöðu og var það gert á lýðræðislegan hátt. Félagsmálaráðherra hefur sagt að niðurstaðan standi og ekki verði sett lög sem þvinga sveitarfélög til að sameinast.
Ég held hins vegar að þegar fram líða stundir þá gerist það óhjákvæmilega að smærri sveitarfélög óski eftir sameiningu við þau stærri. Ef færsla fleiri verkefna til sveitarfélaga hefði verið lengra á veg kominn, tel ég að niðurstaðan hefði verið önnur.
Hvet ég háttvirtan þingmann til að horfa til framtíðar í stað þess að vera alltaf að gagnrýna það sem búið er að að framkvæma. Magnús Þór talar um spillingu hjá öðrum flokkum og í stjórnkerfinu. Ég held að Magnús Þór sé að kasta steini út úr glerhúsi. Hins vegar hef ég ekki heyrt um stefnu Frjálslynda flokksins í sameiningarmálum er hún kannski enginn eða breytist hún eftir vindátt. Það er alltaf gott að geta gagnrýnt eftir á og þykjast vita betur.
Ég ætla ekki að standa í neinum skítmokstri eins og háttvirtur þingmaður virðist nota sem aðferðarfræði við að koma sér í fjölmiðla. Hins vegar finnst mér þetta vera vörn manns sem þjáist af málefnafátækt og getur ekki vakið athygli kjósenda á þeim málefnum sem hann hefur fram að færa á annan hátt. Ætla ég að láta þessi orð nægja, en reikna með því að hljóð eigi eftir að heyrast frá New York.
10 október 2005
Með vegsemd og virðingu.
Arngrímur Guðmundsson,
búsettur í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar.
Það er gott að geta breytt því sem skrifað er svo að það henti hverju sinni. Geta síðan sagt að þetta hafi bara verið grín. En var það grín í upphafi? Einu sinni var sagt að menn yrðu að gæta orða sinna hvort sem um ræðu eða ritað mál væri að ræða. Það er eitthvað sem háttvirtur þingmaður ætti að skoða.
Magnús fer oft um víðan völl í sinni ræðu og ritun þar sem hann virðist alltaf vita betur en þeir sem hann er að gagnrýna. Allt eru þetta staðreyndir segir hann. Nú geysist hann fram á ritvöllin og skrifar frá New York. Það er greinilega ekki mikið um að vera á þingi Sameinuðu Þjóðanna, eða hann hefur ekki tíma til að sinna störfum þar vegna anna við að skrifa á netið. Spurning hvort við ættum ekki að fækka þeim sem þangað fara?
Sameining sveitarfélaga er nú í umræðunni og þá sérstaklega niðurstaðan sem var á þann hátt að flestöll sveitarfélög felldu hana. Hinsvegar gladdi það mig að mitt gamla sveitarfélag sem er á vesturlandi er að ná aftur saman eftir erfiðan skilað fyrir allmörgum árum síðan.
Magnús þór gagnrýnir þetta allt saman og segir þetta hafa verið sóun á fjármunum og tíma. Ég get ekki verið honum sammála í þessu, þar sem nauðsynlegt var að fara út í þetta verkefni sem að stórum hluta var komið til vegna óska frá sveitarfélögum, sem vildu að þessi mál væru skoðuð. Hvers vegna? Vegna aukinna verkefna sem sveitarfélögin eru að taka við frá ríkinu er nauðsynlegt að gætt sé að hagræðingu sem erfitt er að ná í smáum sveitarfélögum. Eins til þess að þau yrðu betur í stakk búin til að takst við þessi nýju verkefni. Það kom hinsvegar í ljós að lítill áhugi var á að sameina þau sveitarfélög sem kosið var í.
Það er ekki hægt að kenna þeim um sem unnu að þessu máli. Nauðsynlegt var að komast að niðurstöðu og var það gert á lýðræðislegan hátt. Félagsmálaráðherra hefur sagt að niðurstaðan standi og ekki verði sett lög sem þvinga sveitarfélög til að sameinast.
Ég held hins vegar að þegar fram líða stundir þá gerist það óhjákvæmilega að smærri sveitarfélög óski eftir sameiningu við þau stærri. Ef færsla fleiri verkefna til sveitarfélaga hefði verið lengra á veg kominn, tel ég að niðurstaðan hefði verið önnur.
Hvet ég háttvirtan þingmann til að horfa til framtíðar í stað þess að vera alltaf að gagnrýna það sem búið er að að framkvæma. Magnús Þór talar um spillingu hjá öðrum flokkum og í stjórnkerfinu. Ég held að Magnús Þór sé að kasta steini út úr glerhúsi. Hins vegar hef ég ekki heyrt um stefnu Frjálslynda flokksins í sameiningarmálum er hún kannski enginn eða breytist hún eftir vindátt. Það er alltaf gott að geta gagnrýnt eftir á og þykjast vita betur.
Ég ætla ekki að standa í neinum skítmokstri eins og háttvirtur þingmaður virðist nota sem aðferðarfræði við að koma sér í fjölmiðla. Hins vegar finnst mér þetta vera vörn manns sem þjáist af málefnafátækt og getur ekki vakið athygli kjósenda á þeim málefnum sem hann hefur fram að færa á annan hátt. Ætla ég að láta þessi orð nægja, en reikna með því að hljóð eigi eftir að heyrast frá New York.
10 október 2005
Með vegsemd og virðingu.
Arngrímur Guðmundsson,
búsettur í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar.