Tækifærin í tengslum við flugvöllinn
Í atvinnumálum búum við íbúar á Reykjanesi svo vel að hafa margar styrkar stoðir. Ein af þeim er starfsemin í kringum millilandaflugið á Keflavíkurflugvelli þar sem í dag vinna á annað þúsund starfsmenn, lang flestir búsettir hér syðra. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar kannað óformlega grundvöll þess að gera Reykjanesbæ að höfðustað flugs á Íslandi m.a. með því að flytja innlandsflugið til Keflavíkur og fá stóru flugfélögin til þess að flytja höfuðstöðvar sínar hingað á næstu árum. Enn sem komið er hefur okkur þó orðið lítið ágengt í þeim efnum en munum halda áfram að reyna.Skýr framtíðarsýn í flugmálum
Undirritaður hefur, sem bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, leitt starfsemi markaðs- og atvinnuráðs á yfirstandandi kjörtímabili sem formaður. Framtíðarsýn okkar er alveg skýr eins og fram kemur hér að framan. Við viljum að Reykjanesbær verði höfuðstaður flugs á Íslandi enda er Keflavíkurflugvöllur stærsti, fullkomnasti og öruggasti flugvöllur landsins.
Millilandaflugið
Þótt heldur hafi dregið úr millilandaflugi eftir 11. sept. mun birta á ný í þeirri atvinnugrein. Við þurfum að standa vörð um þá starfsemi og gera allt sem við getum til þess að gera Keflavíkurflugvöll að aðlaðandi valkosti fyrir flugfélög, sem þurfa að millilenda á leið sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna og öfugt. Það sem þarf til þess er að bjóða fyrsta flokks þjónustu á viðráðanlegu verði. Það þekki ég af eigin reynslu sem starfsmanna- og gæðastjóri Flugþjónustunnar Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS).
Innanlandsflugið
Við viljum að innlandsflugið verði flutt til Keflavíkur þegar búið er að tvöfalda Reykjanesbrautina. Það mál er hins vegar í höndum samgönguráðherra og borgaryfirvalda í Reykjavík. Okkur finnst ekki mikið vit í því að hér á landi séu reknir tveir fullkomnir flugvellir með tilheyrandi kostnaði með aðeins 50 km. millibili.
Ferjuflug
Mikill fjöldi lítilla flugvéla á leið yfir hafið millilendir hér á landi á ári hverju. Í dag velja margar þessara véla að lenda í Reykjavík en við viljum auka hlut Keflavíkurflugvallar í þessum millilendingum. Liður í því væri að auka og bæta þjónustu við einkavélar t.d. með því að byggja flugskýli sem hægt væri að setja vélarnar inn í á köldum vetrarnóttum. Oft eru hér á ferðinni velefnaðir kaupsýslumenn á einkaþotum sem eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir góða þjónustu. Framsóknarflokkurinn er tilbúinn til þess að beita sér fyrir umræðu á meðal allra sveitarfélaga á Reykjanesi, um þessi mál því þetta er sameiginlegt hagsmunamál okkar allra.
Flugkennsla
Kennsla einkaflugs á Íslandi hefur verið að færast á hendur fárra en stórra aðila. Suðurflug hefur stundað kennslu um árabil en þótt nú sé lægð í fluginu um vitum við að á eftir lægðinni kemur uppsveifla. Því teljum við tækifæri til þess að efla hér flugkennslu og ættum að skapa flugskólunum góða aðstöðu til þess að sinna henni vel.
Fyrir mörgum árum síðan fór bókleg kennsla til atvinnuflugmannsprófs fram á vegum Fjölbrautaskóla Suðurnesja en var svo flutt til Reykjavíkur. Við eigum að vinna að því að sú kennsla verði aftur flutt til Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Flugþjónustubraut við FS
Undanfarnar vikur hefur undirritaður, f.h. Flugþjónustunnar Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS), komið að undirbúningi stofnunar flugþjónustubrautar í samráði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Til þess að byrja með er ætlunin að mennta þar fólk til starfa við innritun og afgreiðslu farþega en ef vel tekst til má vel hugsa sér að útvíkka starfsemina yfir á fleiri svið. Þjónusta og afgreiðsla flugvéla og farþega kallar á ýmis konar sérþekkingu sem tengist t.d. þjónustu um borð, hleðslu- og jafnvægisútreikningum, öryggismálum, meðferð hættulegs varnings, ýmis konar pappírsvinnslu við út- og innflutning o.s.frv. og eru möguleikarnir á frekari þróun flugþjónustubrautarinnar óþrjótandi. Þá er ótalin sú kennsla sem í dag fer fram erlendis s.s. í flugvirkjun.
Framtíðarsýn
Í dag fara margir sem vilja mennta sig í þessum greinum til útlanda þar sem hægt er að búa í leiguhúsnæði og heimavist nærri flugvöllum og kennslustöðum. Við sjáum fyrir okkur að hér verði hægt að koma upp slíku húsnæði sem mun laða að nemendur víða að af landinu, og jafnvel erlendis frá, því jafn fullkominn flugvöllur og Keflavíkurflugvöllur er spennandi kostur fyrir þá sem vilja nema þessar greinar. Þá er veðurfar og vindar hér vel til þess fallnir að veita flugmönnum góða þjálfun við erfiðar aðstæður.
Kjartan Már Kjartansson,
leiðtogi B-lista Framsóknarflokks í Reyjanesbæ
Undirritaður hefur, sem bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, leitt starfsemi markaðs- og atvinnuráðs á yfirstandandi kjörtímabili sem formaður. Framtíðarsýn okkar er alveg skýr eins og fram kemur hér að framan. Við viljum að Reykjanesbær verði höfuðstaður flugs á Íslandi enda er Keflavíkurflugvöllur stærsti, fullkomnasti og öruggasti flugvöllur landsins.
Millilandaflugið
Þótt heldur hafi dregið úr millilandaflugi eftir 11. sept. mun birta á ný í þeirri atvinnugrein. Við þurfum að standa vörð um þá starfsemi og gera allt sem við getum til þess að gera Keflavíkurflugvöll að aðlaðandi valkosti fyrir flugfélög, sem þurfa að millilenda á leið sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna og öfugt. Það sem þarf til þess er að bjóða fyrsta flokks þjónustu á viðráðanlegu verði. Það þekki ég af eigin reynslu sem starfsmanna- og gæðastjóri Flugþjónustunnar Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS).
Innanlandsflugið
Við viljum að innlandsflugið verði flutt til Keflavíkur þegar búið er að tvöfalda Reykjanesbrautina. Það mál er hins vegar í höndum samgönguráðherra og borgaryfirvalda í Reykjavík. Okkur finnst ekki mikið vit í því að hér á landi séu reknir tveir fullkomnir flugvellir með tilheyrandi kostnaði með aðeins 50 km. millibili.
Ferjuflug
Mikill fjöldi lítilla flugvéla á leið yfir hafið millilendir hér á landi á ári hverju. Í dag velja margar þessara véla að lenda í Reykjavík en við viljum auka hlut Keflavíkurflugvallar í þessum millilendingum. Liður í því væri að auka og bæta þjónustu við einkavélar t.d. með því að byggja flugskýli sem hægt væri að setja vélarnar inn í á köldum vetrarnóttum. Oft eru hér á ferðinni velefnaðir kaupsýslumenn á einkaþotum sem eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir góða þjónustu. Framsóknarflokkurinn er tilbúinn til þess að beita sér fyrir umræðu á meðal allra sveitarfélaga á Reykjanesi, um þessi mál því þetta er sameiginlegt hagsmunamál okkar allra.
Flugkennsla
Kennsla einkaflugs á Íslandi hefur verið að færast á hendur fárra en stórra aðila. Suðurflug hefur stundað kennslu um árabil en þótt nú sé lægð í fluginu um vitum við að á eftir lægðinni kemur uppsveifla. Því teljum við tækifæri til þess að efla hér flugkennslu og ættum að skapa flugskólunum góða aðstöðu til þess að sinna henni vel.
Fyrir mörgum árum síðan fór bókleg kennsla til atvinnuflugmannsprófs fram á vegum Fjölbrautaskóla Suðurnesja en var svo flutt til Reykjavíkur. Við eigum að vinna að því að sú kennsla verði aftur flutt til Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Flugþjónustubraut við FS
Undanfarnar vikur hefur undirritaður, f.h. Flugþjónustunnar Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS), komið að undirbúningi stofnunar flugþjónustubrautar í samráði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Til þess að byrja með er ætlunin að mennta þar fólk til starfa við innritun og afgreiðslu farþega en ef vel tekst til má vel hugsa sér að útvíkka starfsemina yfir á fleiri svið. Þjónusta og afgreiðsla flugvéla og farþega kallar á ýmis konar sérþekkingu sem tengist t.d. þjónustu um borð, hleðslu- og jafnvægisútreikningum, öryggismálum, meðferð hættulegs varnings, ýmis konar pappírsvinnslu við út- og innflutning o.s.frv. og eru möguleikarnir á frekari þróun flugþjónustubrautarinnar óþrjótandi. Þá er ótalin sú kennsla sem í dag fer fram erlendis s.s. í flugvirkjun.
Framtíðarsýn
Í dag fara margir sem vilja mennta sig í þessum greinum til útlanda þar sem hægt er að búa í leiguhúsnæði og heimavist nærri flugvöllum og kennslustöðum. Við sjáum fyrir okkur að hér verði hægt að koma upp slíku húsnæði sem mun laða að nemendur víða að af landinu, og jafnvel erlendis frá, því jafn fullkominn flugvöllur og Keflavíkurflugvöllur er spennandi kostur fyrir þá sem vilja nema þessar greinar. Þá er veðurfar og vindar hér vel til þess fallnir að veita flugmönnum góða þjálfun við erfiðar aðstæður.
Kjartan Már Kjartansson,
leiðtogi B-lista Framsóknarflokks í Reyjanesbæ