Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Tækifæri fyrir ungt atvinnulaust fólk
Þriðjudagur 1. desember 2009 kl. 15:26

Tækifæri fyrir ungt atvinnulaust fólk

Virkjun vantar hresst, duglegt, áhugasamt, ungt, atvinnulaust fólk til að leiða verkefni sem snýst um söfnun bilaðra notaðra hluta og viðgerð á þeim, sölu o.þ.h. undir stjórn fagmanna. Að sjálfsögðu er um sjálfboðaliðastarf að ræða, þar til, og ef, aðstæður leyfa annað.


Einnig óskar Virkjun eftir alls kyns úr sér gengnum hlutum sem möguleiki gæti verið að gera við. Alls konar raftæki eru vel þegin, jafnt og húsgögn o.fl. sem gæti leynst hjá ykkur. Til stendur að fá ungt atvinnulaust fólk til að gera við hlutina undir leiðsögn fagmanna, og þá er NAUÐSYNLEGT að hafa eitthvað áþreifanlegt að dunda við. Munirnir verða síðan seldir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Allir saman nú. Reiðhjól, raftæki, húsgögn....  bara að láta sér detta eitthvað í hug og koma því til okkar.


Einnig vantar áhugasama fagmenn til að leiða viðgerðarverkefni. Er ekki einhver sprækur þarna úti?


Áhugasamir hafi samband á [email protected], eða komi upp í Virkjun til skrafs og ráðagerða.