T-listinn: Vill að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið árið 2004
Kristján Pálsson fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins kynnti T-listann, framboð óháðra í Suðurkjördæmi á blaðamannafundi sem haldinn var í Bláa Lóninu í morgun. Í máli Kristjáns kom fram að bókstafurinn T standi fyrir traust og trúverðugleika. Á kynningarbæklingi sem gefinn hefur verið út til að kynna framboðið kemur fram að ástæða framboðsins sé sú að fólk, hvort sem það er í pólitík eða starfi á öðrum sviðum mannlífsins láti ekki bjóða sér hvað sem er. Kristján kynnti helstu stefnumál framboðsins á fundinum. T-listinn vill beita sér fyrir að frekar samþjöppun aflaheimilda verði stöðvuð og að veiðar á keilu, löngu og skötusel verði utan kvóta. Í stefnumiðum T-listans kemur fram að atvinnuleysi verði eytt m.a. með því að styrkja stöðu eignarhaldsfélaga landshlutanna og að ferðaþjónusta verði efld með lækkun flugvallarskatta. T-listinn telur nauðsynlegt að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði efldar og að stjórn þeirra verði færð heim í hérað. T-listinn vill að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið árið 2004. Kristján sagði aðspurður að framboðið væri staðsett á miðju stjórnmálanna og að hann hefði alla tíð verið vinstra megin í Sjálfstæðisflokknum. Kosningaskrifstofa framboðsins verður formlega opnuð nk. föstudag en hún verður staðsett að Hafnargötu 35 í Reykjanesbæ. Kristján var einnig spurður að því hvort hann útilokaði eitthvað í stjórnarsamstarfi svaraði Kristján því til að hann teldi ekkert útilokað í þeim efnum. Kristján sagðist vera bjartsýnn á að ná 2000 atkvæðum, en það er sá fjöldi atkvæða sem þarf til að framboðið nái manni inn á þing.
Kristján Pálsson sem situr í fyrsta sæti á T-listanum kynnti nöfn einstaklinga sem eru á listanum. Í öðru sæti er Snæbjörn Sigurðsson bóndi í Efstadal í Bláskógabyggð og í þriðja sæti er Valþór Söring Jónsson yfirverkstjóri í Njarðvík. Í máli Kristjáns kom fram að þeir einstaklingar sem á listanum sitja séu með mikla reynslu af öllum sviðum þjóðlífsins og að um 60-70% þeirra væru af Suðurnesjum.
T-listinn, framboð óháðra í Suðurkjördæmi
1. Kristján Pálsson alþingismaður
2. Snæbjörn Sigurðsson bóndi
3. Valþór Söring Jónsson yfirverkstjóri
4. Garðar Garðarsson skipstjóri
5. Jón Karl Ágústsson sjómaður
6. Inga Ósk Hafsteinsdóttir bókari
7. Sigrún Jónsdóttir Franklín kennari
8. Ásgeir Guðmundsson sölustjóri
9. Haukur Ragnarsson tölvunarfræðingur
10. Geir Guðjónsson vélstjóri
11. Kristlaug M. Sigurðardóttir rithöfundur
12. K. Sóley Kristinsdóttir húsmóðir
13. Páll Kristinsson vélfræðingur
14. Guðrún Hákonardóttir verslunarmaður
15. Jenný L. Lárusdóttir skrifstofumaður
16. Karl Antonsson bókari
17. G. Sigríður Hauksdóttir nemi
18. Árni Brynjólfur Hjaltason húsasmiður
19. Ragnheiður G. Ragnarsdóttir kennari
20. Einar Jónsson sjómaður
VF-ljósmynd frá blaðamannafundinum í Bláa Lóninu: F.v. Valþór S. Jónsson, Kristján Pálsson, Snæbjörn Sigurðsson og Einar Jónsson kosningastjóri.
Kristján Pálsson sem situr í fyrsta sæti á T-listanum kynnti nöfn einstaklinga sem eru á listanum. Í öðru sæti er Snæbjörn Sigurðsson bóndi í Efstadal í Bláskógabyggð og í þriðja sæti er Valþór Söring Jónsson yfirverkstjóri í Njarðvík. Í máli Kristjáns kom fram að þeir einstaklingar sem á listanum sitja séu með mikla reynslu af öllum sviðum þjóðlífsins og að um 60-70% þeirra væru af Suðurnesjum.
T-listinn, framboð óháðra í Suðurkjördæmi
1. Kristján Pálsson alþingismaður
2. Snæbjörn Sigurðsson bóndi
3. Valþór Söring Jónsson yfirverkstjóri
4. Garðar Garðarsson skipstjóri
5. Jón Karl Ágústsson sjómaður
6. Inga Ósk Hafsteinsdóttir bókari
7. Sigrún Jónsdóttir Franklín kennari
8. Ásgeir Guðmundsson sölustjóri
9. Haukur Ragnarsson tölvunarfræðingur
10. Geir Guðjónsson vélstjóri
11. Kristlaug M. Sigurðardóttir rithöfundur
12. K. Sóley Kristinsdóttir húsmóðir
13. Páll Kristinsson vélfræðingur
14. Guðrún Hákonardóttir verslunarmaður
15. Jenný L. Lárusdóttir skrifstofumaður
16. Karl Antonsson bókari
17. G. Sigríður Hauksdóttir nemi
18. Árni Brynjólfur Hjaltason húsasmiður
19. Ragnheiður G. Ragnarsdóttir kennari
20. Einar Jónsson sjómaður
VF-ljósmynd frá blaðamannafundinum í Bláa Lóninu: F.v. Valþór S. Jónsson, Kristján Pálsson, Snæbjörn Sigurðsson og Einar Jónsson kosningastjóri.