T-listinn sendir kæru til yfirkjörstjórnar
T-listi framboðs Óháðra hefur gert athugasemd vegna setu Ellerts Eiríkssonar í yfirkjörstjórn. Forsvarsmenn T-lista sem einnig er kenndur við Kristján Pálsson, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokks, segja óviðunandi að Ellert, sem er formaður uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, skuli jafnframt vera í yfirkjörstjórn.Hafa forsvarsmenn framboðs Óháðra sent yfirkjörstjórn kæru um að hann víki.