Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Sunnudagur 13. apríl 2003 kl. 16:48

T-listinn mótmælir mismunun

Framboð óháðra í Suðurkjördæmi T-listinn mótmælir harðlega þeirri mismunun sem beitt er í útvarpi og sjónvarpi gagnvart framboðum til Alþingis 10.maí næst komandi. Í yfirlýsingu frá framboðinu segir að „það geti vart talist styrkja lýðræðið að þjóna aðeins þeim stóru.“„Framboð sem koma fram í einu kjördæmi hljóta að hafa sama rétt til að koma sínum stefnumálum á framfæri í fjölmiðlum og önnur framboð. Stefnumál T-listans hafa áhrif um allt land og þjóna þeim tilgangi að bæta þjóðlífið almennt og eiga kjósendur fullan rétt á að kynnast þeim til jafns við sjónarmið þeirra stóru. Bent skal á að á Alþingi er hver þingmaður eitt atkvæði og á að greiða atkvæði þar samkvæmt samvisku sinni og halda stjórnarskrána í heiðri.

Framboð óháðra í Suðurkjördæmi T-listinn krefst þess að þeirri mismunum sem beitt hefur verið af ljósvakamiðlum fram að þessum verði hætt. Kjósendur um allt land fái jafnan rétt og öllum framboðum sem uppfylla skilyrði samkvæmt lögum til að bjóða fram verði gefinn kostur á því að tjá skoðanir sínar á jafnréttisgrundvelli í útvarpi og sjónvarpi.“

Undir yfirlýsinguna skrifar Kristján Pálsson alþingismaður og leiðtogi T-listans.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024