T-listinn: mismunandi niðurstöður skoðanakannana
Í Víkurfréttum í dag er birt auglýsing frá T-listanum, framboði óháðra í Suðurkjördæmi þar sem fullyrt er að Kristján Pálsson þurfi tæplega 150 atkvæði til að ná kjöri í næstu alþingiskosninum. Auglýsingin sem ber yfirskriftina „Nú vantar herslumuninn!“ er á heilsíðu og þar segir: „Samkvæmt könnun Fréttablaðsins mælist T-listinn með 8% fylgi og 1913 atkvæði í Suðurkjördæmi. 144 atkvæði vantar upp á að Kristján Pálsson nái kjöri. Þitt atkvæði getur skipt sköpum.“ Í auglýsingunni er einnig birt súlurit þar sem fylgi flokkanna í kjördæminu kemur fram.Í auglýsingunni er tekið fram að stuðst sé við könnun Fréttablaðsins frá 22. apríl þar sem T-listinn mælist með 1,1% fylgi á landsvísu af þeim sem taka afstöðu. Ef tekið er mið af óákveðnum og þeim sem kjósa ekki að svara mælist fylgi við T-listann hinsvegar 0,7% á landsvísu. Könnunin var gerð laugardaginn 19. apríl. Hringt var í 1.200 kjósendur sem skiptast jafnt á milli kynja og kjördæma eftir fjölda kjósenda. 26,2 prósent sögðust óákveðin eða svara ekki.
Mælist varla í könnun DV
Fylgi við T-listann, framboðs óháðra í Suðurkjördæmi mælist varla í nýrri skoðanakönnun sem DV birtir í dag. Könnunin var gerð í gærkvöldi. Úrtakið var 1200 manns, jafnt skipt milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Óákveðnir reyndust 20,2% og 11,2% neituðu að svara.
Mynd: Hluti auglýsingarinnar sem birtist í Víkurfréttum í dag.
Mælist varla í könnun DV
Fylgi við T-listann, framboðs óháðra í Suðurkjördæmi mælist varla í nýrri skoðanakönnun sem DV birtir í dag. Könnunin var gerð í gærkvöldi. Úrtakið var 1200 manns, jafnt skipt milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Óákveðnir reyndust 20,2% og 11,2% neituðu að svara.
Mynd: Hluti auglýsingarinnar sem birtist í Víkurfréttum í dag.