T fyrir trúverðugleika?
Það er oft ótrúlegt að sjá hve langt fólk er reiðubúið til að teygja niðurstöður skoðanakannana. Slíkar kannanir geta verið ágætar svo langt sem þær ná. Þeim ber þó alltaf að taka með varúð. Það er nefnilega oft þannig að niðurstöðurnar geta verið ansi hæpnar og túlkun á þeim þar með oft á tíðum eintóm vitleysa.Skýrasta dæmi sem ég hef séð um þetta, enn sem komið er í kosningabaráttunni, mátti lesa um í nokkrum fjölmiðlum á dögunum. Þar var fullyrt að sérframboð Kristjáns Pálssonar í Suðurkjördæmi væri komið með sex prósenta fylgi. Að vísu var varinn aðeins hafður á og bent á að skekkjumörk væru stór. Þegar nánar er að gáð, þá eru þau svo stór að sex prósentin hans Kristján verða að teljast ansi hæpin. Mér þykir rétt að skoða þetta aðeins nánar, svo fólk geti áttað sig á því að stundum ber að varast fullyrðingar sem eru byggðar á skoðanakönnunum.
Umrædd skoðanakönnun var gerð af Fréttablaðinu og er svo sem ekkert nema gott um það að segja. Úrtakið var 600 manns og af þeim svöruðu 66,8 prósent, eða 400 manns. Alls búa um 14 prósent kjósenda í Suðurkjördæmi. Ef við gefum okkur þá sennilegu forsendu að um hafi verið að ræða slembiúrtak af fólki alls staðar af á landinu þá voru 56 þeirra sem svöruðu búsettir í Suðurkjördæmi. Sex prósent af þessu gefa því að 3,4 kjósendur í Suðurkjördæmi sögðust ætla að kjósa Kristján Pálsson.Frjálslyndi flokkurinn fékk samkvæmt þessum niðurstöðum tveggja prósenta fylgi. Það þýðir að 1,12 kjósandi sagðist ætla að krossa við hann á kjördag. Af þessum útreikningum er ljóst að skekkjumörkin eru svo stór að "niðurstaðan" er eintóm della. Hefði viljað svo "vel" til að fimm aðspurðir segðust ætla að kjósa Frjálslynda flokkinn, þá hefði hann mælst með níu prósenta fylgi í Suðurkjördæmi. Ég hefði samt ekki tekið mark á því. Hefðu fjölmiðlar slegið því upp, þá hefði ég mótmælt slíkum vinnubrögðum. Augljóst er að þau eru einungis til þess fallin að slá ryki í augu kjósenda. Úrtakið er alltof lítið.
Mér skilst að bókstafurinn T eigi að standa fyrir trúverðugleika í framboði Kristjáns Pálssonar. Hafi framboð hans staðið á bak við ofangreinda túlkun á sex prósenta fylgi, þá er ekki hægt að segja að sú kosningabarátta hefjist með trúverðugum hætti.
Magnús Þór Hafsteinsson
Varaformaður Frjálslynda flokksins og oddviti lista hans í Suðurkjördæmi
Umrædd skoðanakönnun var gerð af Fréttablaðinu og er svo sem ekkert nema gott um það að segja. Úrtakið var 600 manns og af þeim svöruðu 66,8 prósent, eða 400 manns. Alls búa um 14 prósent kjósenda í Suðurkjördæmi. Ef við gefum okkur þá sennilegu forsendu að um hafi verið að ræða slembiúrtak af fólki alls staðar af á landinu þá voru 56 þeirra sem svöruðu búsettir í Suðurkjördæmi. Sex prósent af þessu gefa því að 3,4 kjósendur í Suðurkjördæmi sögðust ætla að kjósa Kristján Pálsson.Frjálslyndi flokkurinn fékk samkvæmt þessum niðurstöðum tveggja prósenta fylgi. Það þýðir að 1,12 kjósandi sagðist ætla að krossa við hann á kjördag. Af þessum útreikningum er ljóst að skekkjumörkin eru svo stór að "niðurstaðan" er eintóm della. Hefði viljað svo "vel" til að fimm aðspurðir segðust ætla að kjósa Frjálslynda flokkinn, þá hefði hann mælst með níu prósenta fylgi í Suðurkjördæmi. Ég hefði samt ekki tekið mark á því. Hefðu fjölmiðlar slegið því upp, þá hefði ég mótmælt slíkum vinnubrögðum. Augljóst er að þau eru einungis til þess fallin að slá ryki í augu kjósenda. Úrtakið er alltof lítið.
Mér skilst að bókstafurinn T eigi að standa fyrir trúverðugleika í framboði Kristjáns Pálssonar. Hafi framboð hans staðið á bak við ofangreinda túlkun á sex prósenta fylgi, þá er ekki hægt að segja að sú kosningabarátta hefjist með trúverðugum hætti.
Magnús Þór Hafsteinsson
Varaformaður Frjálslynda flokksins og oddviti lista hans í Suðurkjördæmi