Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Sýslumaðurinn  í Keflavík?
Miðvikudagur 28. júní 2023 kl. 09:46

Sýslumaðurinn í Keflavík?

Sýslumaðurinn  í Keflavík seldi tugmilljóna einbýlishús á uppboði á þrjár milljónir, segir í frétt RÚV í gær, 27. júní 2023. Þetta er auðvitað alveg siðslaust. En löglegt? Nei, sennilega ekki ef grannt er skoðað. Sýslumaður fer ekki að lögum. Hann má vita að með gerð sinni bakar hann ungum öryrkja  í Keflavík gífurlegt fjárhagstjón, og skilur hann eftir næsta allslausan eftir að hafa hafa samþykkti tilboð í hús hans á nauðungaruppboði. Á gríðarlegu undirverði. Gat sýslumaður komið í veg fyrir söluna. Já. Gripið til annarra ráða. Já. Samkvæmt íslenskum stjórnsýslurétti ber sýslumanni að leiðbeina öryrkjanum áður en kom til ákvörðunar í málum. Sölunni. Það virðist hann ekki hafa gert.

Hvað með kröfuhafna; Reykjanesbæ vegna vangoldinna fasteignagjalda eða orkureikninga frá HS Veitum, sem mér skilst að séu gerðabeiðendur? Miðað við fjárhæð kröfunnar, er málið vel leysanlegt í ljósi eigna öryrkjans. Það má sýslumaður vita. En aðhefst ekkert. Var bærinn ekki með á nótunum. Maður bara spyr sig?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gerðarþolinn er öryrki, eftir slys, skaðaður á höfði, þekkir ekki lögin, er af erlendu bergi brotin. Þetta veit, eða má sýslumaður vita. Leiðbeiningarskylda hans þeim mun meiri. En hann lætur undir höfuð leggjast. Fer, mér liggur við að segja, meðvitað gegn lögmætis og réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins, gætir ekki meðalhófs og sinnir ekki reglunni um leiðbeiningarskyldu. Hvað er að? Sýslumaður selur fasteign öryrkja, í þessu tilviki mikils minni máttar, blákalt á undirverði. Skapar öryrkjanum tugmiljóna tjón. Öryrkinn og fjölskyldan verða borin út, segir í fréttinni.

Það dugar sýslumanni ekki að sigla bara fram í nafni embættisins, með sýslumannshúfu á höfðinu, göslast áfram í blindi með lög nauðungarsölu nr. 90/1991 að vopni, ískalt, að kröfu bæjarins vegna auðleysanlegra fasteignagjalda og/eða orkuskulda. Hér þarf öryrkinn félagslega aðstoð til að leysa málið, á sinn kostnað (hann hefur ráð á því) og það veit, eða má sýslumaður vita, sé hann ekki siðferðislega staurblindur. Hans er frumkvæðið að launsinni úr því sem komið var. Nei, hann lætur hjá líða. Hann virðist ekki þekkja lögin, sem hann ber fyrir sig. Hann lætur hjá líða að taka afstöðu til 37. gr. laganna sem kveður á að ef hann, sýslumaður sjálfur, telji að reka megi uppboðsmálið til sérstakra aðstæðna, eins og hér er alveg augljóst, og hann, sýslumaðurinn, hefur rökstudda ástæðu til að ætla að mun hærri boð geti enn fengist í eignina, getur hann ákveðið að uppboðinu verði fram haldið eitt skipti enn (og leyst málið í millitíðinni). Svei mér þá. Það gerir þessi sýslumaður í Keflavík ekki.

Sem gamall sýslufulltrú út á landi er mér ofboðið. Það er með ólíkindum svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Og þessi kaupandi, sem krefst útburðar á öryrkjanum. Hvaða mannergð er nú það? Ærlegur maður léti kaupin ganga til baka. Strax í dag. Og að Reykjanesbær skuli vera aðili máls. Ja hérna. Maður á vart orð yfir svona dellu. Er ekki ráð að bærinn, kaupandinn á uppboðinu og sýslumaður setjist nú niður og leysi þetta farsællega. Getur maður farið fram á nokkuð annað?

Skúli Thoroddsen,
lögfræðingur.