Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sýna pappamassaverk í Gömlu búð
Þriðjudagur 10. október 2006 kl. 15:20

Sýna pappamassaverk í Gömlu búð

Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa stuðningsfulltrúar á Reykjanesi verið á námskeiði um listræna sköpun í skólastarfi. Meðal þess sem tekið hefur verið fyrir er vinna í pappamassa og hefur Sveindís Valdimarsdóttir verið ein af leiðbeinendum á því sviði ásamt Milenu Kalambura, en þær hafa staðið að þróunarverkefni með pappamassa í gamla slippnum í Innri-Njarðvík við Njarðvíkurbraut 47.

Meðfylgjandi myndir eru teknar þar sem þær sýndu afrasktur námskeiðsins í hellinum við smábátahöfnina í Keflavík. Fyrirhugað er að endurtaka sýninguna vegna fjölda áskorana og munu verkin verða til sýnis í Gömlu búð, einu Duus húsanna, (staka rauða húsinu við hringtorgið). Sýningin verður opin sunnudaginn 15. október á milli 14.00 og 18.00.

 

VF-mynd/ Sveindís við nokkur af verkunum sem gerð hafa verið á námskeiðunum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024