Svo bregðast krosstré sem önnur tré
Hvers vegna getur Landsbankinn ekki greitt öldruðum sömu innlánsvexti og haft sömu kjör fyrir aldraða og sparisjóðurinn gerði?
Ég held að flestir hafi fagnað því að það var Landsbankinn sem tók við af Sparisjóðnum þegar ríkið varð að taka yfir Sparisjóðinn er hann komst í þrot. Svo ömurlegt sem það var að hann skyldi ekki fá tækifæri til að starfa áfram.
Yfirlýst var að hann yfirtæki allan rekstur Sparisjóðsins ásamt öllu starfsliði þannig að menn gætu treyst á sömu kjör og fyrirgreiðslu og áður.
Að mestu leiti hefur verið staðið við þetta loforð, þó ekki alveg. Gullársreikningur eldri borgara fyrir 60 ára og eldri hefur ekki verið endurnýjaður þrátt fyrir góða afkomu bankans og mikinn gróða. Einnig mun ríkisjóður leggja fram milljarða til styrktar bankanum vegan yfirtökunnar.
Spurt verður: Er það stefna ríkistjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem fer með yfirstjórn bankans að bankinn afnemi reikning eldri borgara og sýni þannig betri afkomu fyrir ríkisjóð? Segja má að svo bregðist krosstré sem önnur tré.
Flestir vita að Sparisjóðurinn varð ekki gjaldþrota vegna Gullársreiknings eldri borgara heldur vega óráðssíu í útlánum og sérviðskipum.
Í hundrað ára sögu Sparisjóðsins var hann yfirleitt rekinn með hagnaði.
Gunnar Sveinsson
Mynd: Gunnar dregur íslenska fánann að húni á 17. júní síðastliðinn.