Svikin loforð alstaðar
Þau eru orðin ansi mörg og mikilfengleg loforðin sem Sjálfstæðisflokkurinn dregur upp úr hatti sínum fyrir hverjar einustu kosningar. Aldrei ganga þau eftir og því er kostulegra að fylgjast með flaumnum kosningar eftir kosningar eftir því sem árin líða. Eina sem eftir stendur eru svikin loforð allstaðar. Efndir og framkvæmdir engar.
Þessu er mikilvægt að halda til haga enda brýnna en nokkru sinni fyrr að skipta um ríkisstjórn. Koma Samfylkingunni að og hefja manngildi jafnaðarstefunnar til vegs og virðingar á ný.
Suðurstrandavegur og Landhelgisgæsla?
Suðurstrandavegi hefur verið lofaði fjórum sinnum. Fyrst sem sérstakri samgönguframkvæmd óháð öðrum í kjördæminu vegna kjördæmabreytinga. Nú áratug eftir að klippa átti á borðann bólar ekkert á veginum enda sleginn af, frestað og svikinn klukkutímum eftir kosningar. Það er til skammar og skora ég á kjósendur að líta til Samfylkingarinnar sem ætlar í sérstakt samgönguátak til að efla umferðaröryggi og stækka atvinnusvæði.
Þá er það gæslan. Ítrekað er boðað að nú skuli Landhelgisgæslan flutt á Reykjanesið. Bara spurning um tíma. Ekki hvort heldur hvenær. Það er alltaf grafið og gleymt um leið og kjörstöðum lokar.
Látum íhaldið ekki blekkja okkur einu sinni enn. Þeim er ekki treystandi. Það hefur ítrekað komið á daginn.
Hve oft hefur stálpípuverksmiðjan ekki verið dreginn fram svona til að hrista upp í hlutunum rétt fyrir kosningar. Ja, oft alla vega.
Það var talið saman að níu sinnum, já 9 sinnum, í röð hafa þeir lofað verksmiðjum af ýmsum tagi til nágranna okkar í Þorlákshöfn. Aldrei neitt gengið eftir.
Fólkið missir trúnan enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn engan pólitískan metnað til annarra hluta en að halda völdum.
Í vor er kosið um það hvort að Ísland verði aftur á meðal norrænna velferðarþjóða eða haldi áfram í átt að skrípamynda af Ameríku. Einsog Jón Baldvin Hannibalsson komst að orði á frábærum fundi hjá Samfylkingunni í Aðalveri um daginn. Það er kjarni málsins.
Þeir hafa lofað of mörgu og svikið of oft. Skiptum þeim út af.
Ólafur Thordersen,
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ