Sveitarstjórnarkosningar í Sandgerði
Undirrituð er tiltölulega nýr íbúi í Sangerðisbæ en veit samt nokkuð mikið um bæjarmálin þar sem ég hef búið á Suðurnesjum meirihlutann af ævinni, en ég velti því samt fyrir mér hver er bæjarstjóraefni flokkanna.
Ég veit að Sigurður Valur sem er núverandi bæjarstjóri er í firsta sæti D-lista en hinir flokkarnir hafa ekki nefnt neinn á nafn, allavega hef ég ekki getað lesið það í þessum kosningarbréfum sem berast nú jafnt og þétt inn um lúguna hjá mér. Ég hef nú samt hugsað mér sem nýbúi í þessum bæ að heimsækja skrifstofur og kanna málið.
Forvitni mín liggur hins vegar í því hvað hinir nýbúarnir viti mikið um stöðu síns bæjarfélags og hvað þeir ætli að gera í komandi kosnigu. Mig undrar hversu seint þessi barátta fer í gang þar sem að mörg ný atkvæði eru hér í þessum ágæta bæ og flokkarnir eru 4 , fjölgun íbúa á síðasta ári var um 150 manns þ.m.t. ég og mín fjölskylda.
Með fyrirfram þökk
Gyða Kolbrún
Ég veit að Sigurður Valur sem er núverandi bæjarstjóri er í firsta sæti D-lista en hinir flokkarnir hafa ekki nefnt neinn á nafn, allavega hef ég ekki getað lesið það í þessum kosningarbréfum sem berast nú jafnt og þétt inn um lúguna hjá mér. Ég hef nú samt hugsað mér sem nýbúi í þessum bæ að heimsækja skrifstofur og kanna málið.
Forvitni mín liggur hins vegar í því hvað hinir nýbúarnir viti mikið um stöðu síns bæjarfélags og hvað þeir ætli að gera í komandi kosnigu. Mig undrar hversu seint þessi barátta fer í gang þar sem að mörg ný atkvæði eru hér í þessum ágæta bæ og flokkarnir eru 4 , fjölgun íbúa á síðasta ári var um 150 manns þ.m.t. ég og mín fjölskylda.
Með fyrirfram þökk
Gyða Kolbrún