Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 23. október 2001 kl. 09:27

Sveitarfélögin leggja á ráðin

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum funda í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja um helgina. Á meðal þeirra sem flytja ávörp og erindi eru Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli og Páll Pétursson félagsmálaráðherra.
Farið verður yfir ársreikninga sveitarfélaganna og fjallað ítarlega um Keflavíkurflugvöll. Staðardagskrá 21 verður kynnt fundarmönnum og umhverfis- og skipulagsmál fá sitt pláss á fundinum. Búast má við fjörugum umræðum á fundinum og þá nýjum flötum á málum sem tekin verða til umfjöllunar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024