Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sveitapiltsins draumur að rætast
Baldur Guðmundsson gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Föstudagur 28. febrúar 2014 kl. 14:46

Sveitapiltsins draumur að rætast

Hljómahöllin er óðum að taka á sig þá mynd sem menn sáu fyrir sér þegar faðir minn, Rúnar Júlíusson ásamt Ragnheiði Skúladóttur og Böðvari Jónssyni, tók fyrstu skóflustunguna í upphafi árs 2008. Það gleður mitt litla hjarta að sjá þessa hugmynd verða að veruleika þar sem gamla félagsheimilið Stapi fléttast inn í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og þegar Rokksafn Íslands verður opnað í apríl þá myndast öflug þrenning sem styður hver aðra.

Gerðar hafa verið endurbætur á Stapanum þannig að nú er þar fyrsta flokks aðstaða fyrir hvers konar viðburði, tónleika, árshátíðir og ráðstefnur. Tónlistarskólinn flutti starfsemi sína í mánuðinum frá örþreyttu húsnæði á Austurgötu og Þórustíg í aðstöðu eins og hún gerist best á landinu. Er ég ekki í nokkrum vafa um að hér eftir sem hingað til mun tónlistarskólinn ala af sér afreksmenn í tónlist sem eiga eftir að ná langt. Þær hljómsveitir sem eru að slá í gegn í dag eru margar skipaðar gömlum nemendum skólans og nægir þar að nefna Valdimar, Hjaltalín og Of Monsters and Men.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rokksafn Íslands mun svo opna í apríl og er það einkar ánægjulegt að við í Reykjanesbæ skulum vera fyrst til að koma upp slíku safni. Upphaf þessa safns má rekja til poppminjasafns sem fyrst var komið upp á Glóðinni og vann faðir minn ötullega að því að koma hugmyndinni áleiðis. Tvær mismunandi poppsýningar voru settar upp í Duus húsum áður en verkefnið Hljómahöll komst á teikniborðið. Í millitíðinni opnuðum við í fjölskyldunni Rokkheim Rúnars Júlíussonar á Skólaveginum til að minnast rokkara okkar allra. Því get ég með sanni sagt að draumur hljómsveitapiltsins Rúnars Júlíussonar sé loks að verða að veruleika.