Svart og sykurlaust
Skjálftavirkni að aukast
Senn líður að kosningum og fer það ekki á milli mála þegar bæjarblöðin eru skoðuð. Meirihlutinn heldur á lofti eigin afrekum, eftir bestu getu og minnihlutinn heldur uppi gagnrýni, eins og vera ber. Baráttan hefst þó að þessu sinni með fremur óhefðbundnum hætti þar sem fréttastjóri Víkurfrétta er orðinn að aðalbitbeini leiðtoga minnihlutans, Jóhanns Geirdal...
Sagan endalausa
Fréttastjórinn hefur það m.a. til saka unnið, að mati Jóhanns, að vera varamaður í barnaverndarnefnd fyrir Framsóknarflokkinn og þar af leiðandi mjög hlutdrægur í skrifum sínum. Umræddur aðili á einnig sama afmælisdag og flokkurinn og er því brennimerkt til æviloka. Rétt er að benda á að kennitala flokksins og umrædds blaðamanns, er samt sem áður ekki sú sama. Blaðamaður getur þó með réttu játað að hafa skopskyn sem fellur ekki alltaf í kramið hjá öllum.
Aulahúmor í fyrirrúmi
Svart og sykurlaust er dálkur sem á að vera sniðugur. Blaðamaður hefur lagt sig í líma við að finna athyglisverða punkta á bæjarstjórnarfundum sem hægt er að setja fram á skemmtilegan hátt. Kaldhæðnin og aulahúmorinn er yfirleitt ekki langt undan og þá er skotið í allar áttir, bæði á fulltrúa minni- og meirihluta. Sjálfur bæjarstjórinn hefur t.d. verið kallaður sporlatur í dálknum og tók hann það ekki óstinnt upp. Þess vegna er ómögulegt að skilja að Jóhann hafi orðið sár yfir einhverjum aulalegum tölvubrandara og umtali um fliss Ólafs og Böðvars.
Þetta er ekkert fyndið!
Eftir því sem best er vitað þá er Böðvar eldheitur Sjálfstæðismaður og þar af leiðandi bandamaður blaðakonunnar, samkvæmt samsæriskenningu Jóhanns „félaga“ Geirdals. En finnst þessi umfjöllun um tölvur og fliss særði Jóhann svo djúpu sári, þá er kannski rétt að blaðakonan frækna og fagra, hætti að ljúga í bili í þágu meirihlutans, og viðurkenni hér og nú, að það eru fleiri en Jóhann sem nota fartölvur á bæjarstjórnarfundum. Ólafur og Böðvar eru líka alvarlegir ungir menn sem eyða ekki fundartímum í fliss og annan fíflaskap. Það vottast hér með!
Að taka hlutverk sitt alvarlega
Blaðakonan er sökuð um að segja ekki frá glæsilegri framgöngu Jóhanns í ræðupúlti. Hún viðurkennir að hafa ekki alltaf náð að halda athyglinni undir löngum og lágværum ræðum Jóhanns. Hún er þó ekki alveg úti á þekju því hún tók greinilega eftir á síðasta fundi bæjarstjórnar, að Jóhann sýndi Ellerti eitthvað stórmerkilegt í tölvunni sinni og hvorugur flissaði, en þeir sitja hlið við hlið á fundum, svo við höfum nú sætaskipanina á hreinu...
Mörg andlit
Fréttastjórinn, bæjarbúinn, sagnfræðingurinn, nefndarmaðurinn, jólabarnið og Njarðvíkingurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir, óskar Jóhanni Geirdal og hans fólki alls hins besta í næstu kosningum og meirihlutanum sömuleiðis, í von um að baráttan verði í senn drengileg og málefnaleg...
[email protected]
Senn líður að kosningum og fer það ekki á milli mála þegar bæjarblöðin eru skoðuð. Meirihlutinn heldur á lofti eigin afrekum, eftir bestu getu og minnihlutinn heldur uppi gagnrýni, eins og vera ber. Baráttan hefst þó að þessu sinni með fremur óhefðbundnum hætti þar sem fréttastjóri Víkurfrétta er orðinn að aðalbitbeini leiðtoga minnihlutans, Jóhanns Geirdal...
Sagan endalausa
Fréttastjórinn hefur það m.a. til saka unnið, að mati Jóhanns, að vera varamaður í barnaverndarnefnd fyrir Framsóknarflokkinn og þar af leiðandi mjög hlutdrægur í skrifum sínum. Umræddur aðili á einnig sama afmælisdag og flokkurinn og er því brennimerkt til æviloka. Rétt er að benda á að kennitala flokksins og umrædds blaðamanns, er samt sem áður ekki sú sama. Blaðamaður getur þó með réttu játað að hafa skopskyn sem fellur ekki alltaf í kramið hjá öllum.
Aulahúmor í fyrirrúmi
Svart og sykurlaust er dálkur sem á að vera sniðugur. Blaðamaður hefur lagt sig í líma við að finna athyglisverða punkta á bæjarstjórnarfundum sem hægt er að setja fram á skemmtilegan hátt. Kaldhæðnin og aulahúmorinn er yfirleitt ekki langt undan og þá er skotið í allar áttir, bæði á fulltrúa minni- og meirihluta. Sjálfur bæjarstjórinn hefur t.d. verið kallaður sporlatur í dálknum og tók hann það ekki óstinnt upp. Þess vegna er ómögulegt að skilja að Jóhann hafi orðið sár yfir einhverjum aulalegum tölvubrandara og umtali um fliss Ólafs og Böðvars.
Þetta er ekkert fyndið!
Eftir því sem best er vitað þá er Böðvar eldheitur Sjálfstæðismaður og þar af leiðandi bandamaður blaðakonunnar, samkvæmt samsæriskenningu Jóhanns „félaga“ Geirdals. En finnst þessi umfjöllun um tölvur og fliss særði Jóhann svo djúpu sári, þá er kannski rétt að blaðakonan frækna og fagra, hætti að ljúga í bili í þágu meirihlutans, og viðurkenni hér og nú, að það eru fleiri en Jóhann sem nota fartölvur á bæjarstjórnarfundum. Ólafur og Böðvar eru líka alvarlegir ungir menn sem eyða ekki fundartímum í fliss og annan fíflaskap. Það vottast hér með!
Að taka hlutverk sitt alvarlega
Blaðakonan er sökuð um að segja ekki frá glæsilegri framgöngu Jóhanns í ræðupúlti. Hún viðurkennir að hafa ekki alltaf náð að halda athyglinni undir löngum og lágværum ræðum Jóhanns. Hún er þó ekki alveg úti á þekju því hún tók greinilega eftir á síðasta fundi bæjarstjórnar, að Jóhann sýndi Ellerti eitthvað stórmerkilegt í tölvunni sinni og hvorugur flissaði, en þeir sitja hlið við hlið á fundum, svo við höfum nú sætaskipanina á hreinu...
Mörg andlit
Fréttastjórinn, bæjarbúinn, sagnfræðingurinn, nefndarmaðurinn, jólabarnið og Njarðvíkingurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir, óskar Jóhanni Geirdal og hans fólki alls hins besta í næstu kosningum og meirihlutanum sömuleiðis, í von um að baráttan verði í senn drengileg og málefnaleg...
[email protected]