Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 2. mars 2001 kl. 10:17

Svart og sykurlaust

Hrafninn flýgur til Reykjavíkur
Hrafn Gunnlaugsson er ekki vinsælasti maðurinn á Suðurnesjum eftir að hann kom fram í skemmtiþættinum, Á milli himins og jarðar, sem sýndur er á RÚV á laugardagskvöldum. Þar lýsti Hrafn því áfjálglega yfir hversu yndislegt það yrði að hafa millilandaflugvöll í miðbæ Reykjavíkur, þ.e. á Lönguskerjum.

Borgarbarnið
Hrafn er borgarbarn, sem er svo sem ekki slæmt, en í máli hans komu fram gífurlegir fordómar gagnvart öllu utan borgarmarka - það væri ekkert þess vert að skoða á Íslandi nema miðbær Reykjavíkur...

Ljótur staður
Reykjanesið finnst Hrafni vera ljótasti staður í jarðríki, og segir landslagið og umhverfið mjög svo fráhrindandi fyrir útlendinga. Um leið og þeir líta út um gluggann á þotunni og sjá „viðbjóðinn“ sem úti er, þá reyna þeir að komast sem fyrst í burtu...

Þarf ekki að tvöfalda brautina
Hrafn kom einnig með þau athyglisverðu rök að ef millilandaflugvöllur yrði í Reykjavík þá væri hægt að sleppa því að tvöfalda Reykjanesbrautina, eða byggja hraðbraut á milli byggða. Víst er að Suðurnesjamenn hafa ekki verið ánægðir með þessi rök Hrafns.Vill hans kannski klippa Reykjanesið af landinu og losa sig við „vandamálið“ fyrir fullt og allt???

Langt til Keflavíkur
Tímasparnaður var honum einnig ofarlega í huga en honum finnst mjög erfitt að eyða 30-40 mínútum í að keyra Reykjanesbrautina. Miklu betra væri að lenda og tölta beint úr flugvélinni í Perluna í mat, en það er mannvirki sem Hrafn dáist mikið af. Það væri nú gaman að benda honum á að fjöldi fólks keyrir brautina daglega a.m.k. tvisvar á dag og telur það ekki eftir sér en það er auðvitað mun lengra að keyra frá Reykjavík til Keflavíkur, heldur en frá Keflavík til Reykjavíkur...

„Góð“ landkynning?
Hrafn er leikstjóri, eins og flestir vita, og hefur gert margar bíómyndir sem eru nú ansi misjafnar, svo ekki sé meira sagt. Margar þeirra eru mjög svo leiðinlegar og ljótar en Hrafn telur þær vera hina bestu landkynningu. Ætli Reykjanesið hafi nú ekki meira aðdráttarafl heldur en bíómyndirnar hans Krumma...

Ruslatunnumerkið
Leikskólabörnin í Grindavík heimsóttu skrifstofu bæjarstjóra fyrir skömmu. Bæjarstjórinn sýndi þeim fána bæjarins og spurði þau hvort þau þekktu þetta merki? „Já“, svöruðu mörg í einu, „þetta er merkið á ruslatunnunum“. Greinilegt var að þarna voru á ferð bæjarfulltrúar
framtíðarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024