Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 2. febrúar 2004 kl. 14:43

Svar við svari félagsmálastjóra

Eftir viðbrögð félagsmálastjóra Hjördísar Árnadóttur við grein minni um bókun Fjölskyldu- og félagsmálaráðs frá síðasta fundi þess, þykir mér rétt að draga þessa umræðu eilítið lengra.
Skv. fundargerð sem nú liggur fyrir, var þessi bókun lögð var fram af félagsmálastjóra sjálfum og  tekin fyrir undir liðnum.
3) Félagslegar afleiðingar atvinnuleysis.

Maður skyldi ætla að þegar slík mál sem þetta eru til umfjöllunar, að lögð yrðu fram einhver gögn um félagslegar afleiðingar atvinnuleysis, sem eru æði margar og bitna ekki bara á hinum atvinnulausa, heldur öllu hans nánasta umhverfi. Það hlýtur að vera á verksviði félagsmálastjóra og því fagfólki sem undir hans stjórn starfar að draga saman gögn sem nýst geta ráðinu til einhverjar faglegrar umfjöllunar um málefnið.   Má nefna til atriði  eins og  sjálfsmynd hins atvinnulausa, áhrif atvinnuleysis á fjölskylduna og skerðing á möguleikum hennar til þátttöku í daglegu lífi, menntun hins atvinnulausa og hvaða leiðir séu færar til að auka hana. Þá hljóta tekjur hins atvinnulausa, einnig að vera til sífelldrar athugunar. Fleiri atriði mætti telja til sem skipta máli  en umfjöllun á þessum nótum gæfi Fjölskyldu- og félagsmálaráði möguleika á að fjalla um málið á einhvern vitrænan hátt.

Félagsmálastjóri segir í svargrein sinni að það hafi vakað fyrir ráðinu og félagsmálastjóra að hvetja til enn frekari samfélagslegrar samstöðu þeirra sem eiga að gæta að líðan borgaranna hverju sinni. 

En ég held að það væri nær að málið yrði þá tekið til einhverjar efnislegrar umfjöllunar hjá ráðinu sjálfu áður en farið er að senda áskoranir út um borg og bí.

Guðbrandur Einarsson
formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024