Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Svar við athugsemdum Pétur Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar
Mánudagur 8. nóvember 2010 kl. 13:28

Svar við athugsemdum Pétur Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar


Í kjölfar umræðunnar um skuldastöðu Reykjaneshafnar og hvort dýpkunarframkvæmdir hafi verið nauðsynlegar áður en Norðurál hefur tekið til starfa í Helguvík, langar mig að koma nokkrum punktum til viðbótar á framfæri eins og fært er til bókar á síðasta bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar.

Það er rétt hjá Pétri að samningur um hafnarmannvirki í Helguvíkurhöfn var undirritaður í apríl 2006.

En þetta er líka rétt:

- að engin leyfi, hvorki fyrir raforkuvirkjun né línulögnum voru á borðinu þá og eru ekki enn þann dag í dag.

- að það tók eitt ár að dýpka höfnina. Það hefði ekki tekið lengri tíma, þó að beðið hefði verið með dýpkunina þar til að Norðurál hæfi framkvæmdir á fullt við uppbyggingu álversins. Menn hefðu a.m.k. átt að bíða með svo kostnaðarsamar framkvæmdir, sem dýpkunin er, þar til útséð væri með við uppbyggingu álversins í Helguvík.

- að það tekur ekki meira en ár að byggja viðlegukant fyrir súrálshöfnina í Helguvík.

- að þessum framkvæmdum loknum (þ.e. dýpkun og gerð viðlegukanst)  hefði ekki verið liðin lengri tími en sá sem það tæki Norðurál að byrja bræðslu súráls.

- að þá hefði 4 ára vaxtagreiðslur af 1.300 milljón króna ótímabærri fjárfestingu ekki lent á bæjarsjóði sem nú þegar er í miklum rekstrarhalla.  Samtals nema vaxtagreiðslur hafnarsjóðs af framkvæmdinni um 240 milljónum á þessu 4 ára tímabili.

Ég vil leggja áherslu á að það er ekki ákvörðun framkvæmdastjóra Atvinnu- og hafnarsviðs, Péturs Jóhannssonar, að keyra framkvæmdir í Helguvík af stað af miklu offorsi, heldur skammsýni meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Mér þykir furðulegt að bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, skuli beita starfsmönnum bæjarins fyrir sér, í slíkum málum, og láta þá verja og upplýsa um pólitísk mál.

Kristinn Þór Jakobsson,

bæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024