Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Svar við athugasemdum
Þriðjudagur 25. apríl 2006 kl. 09:49

Svar við athugasemdum

Vegna athugasemda við grein mína á vef Víkurfrétta vil ég taka eftirfarandi fram:

Greinin var sett fram til að útskýra hvernig staðið er að vali presta innan Þjóðkirkjunnar. Af henni má glögglega sjá að ekki hefur verið brotið gegn lýðræðislegum reglum eða sjónarmiðum við val prests í Keflavíkurprestakalli.

Athugasemd mín um hvort kennitölur hefðu verið á listanum sem afhentur var til Biskupsstofu var nauðsynleg þar sem ritstjóri Víkurblaðsins hafði fullyrt í grein sinni að svo væri. Þar sem kennitölur skortir er ekki hægt að fullyrða um aldur þeirra sem skráðir eru á listann. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim fjölda sem á listanum er. Það er hins vegar augljós staðreynd að margir á honum búa í nálægum sveitarfélögum eða jafnvel fjarlægum.

Sjá má af listanum að sr. Sigfús nýtur hlýhugs og stuðnings í Reykjanesbæ. Það sem ekki er augljóst er að þar séu skráð nöfn um 75% sóknarbarna í Keflavík eins og fullyrt hefur verið.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
verkefnastjóri samkirkju- og upplýsingamála hjá Þjóðkirkjunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024