Svar til Kallsins á kassanum
Kallinn á kassanum skrifaði um það hversu gaman það hefði verið ef Framsóknarmenn hefðu valið mig í fjórða sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi því þá hefðu Suðurnesjamenn flykkst um að kjósa flokkinn til að ná mér inn. Ég tek undir með kallinum á kassanum, það hefði verið gaman. Vestmannaeyingurinn Eygló Harðardóttir, hefur þó ýmislegt til síns máls og vinnur að þróun þorskseiðaeldis í fyrirtæki sem ber heitið Þorskur á þurru landi og hver veit nema þar sé komin lausn á þeim vanda sem sjávarbyggðir landsins eiga við að etja varðandi kvótatap undanfarinna missera. Fyrir um 20 árum veiddum við 400 þúsund tonn af þorski, í dag veiðum við 200 þúsund tonn og ljóst er að ef slíkt magn vantar inn í sjávarútvegsgreinar þarf að horfa í fleiri áttir en eingöngu á kvótakerfið, sem margir hafa bent á sem orsök þess vanda sem margar sjávarútvegsbyggðir eiga við að etja. En það skyldi þó aldrei vera að okkur tækist að ala þorsk nánast á þurru landi og búa þar með til stærri köku en áður hefur þekkst?
Tal karlsins á kassanum um að nú geti Suðurnesjamenn ekki flykkt sér um Framsóknarflokkinn til að ná inn tveimur þingmönnum er ekki alveg svo einfalt, þó ég sé þakklát þeim stuðningi sem kallinn sýnir mér, því ég er langt því frá horfin af sjónarsviðinu. Í anda félagshyggju og samvinnu er framboðslistinn skipaður hópi fólks, sem mun vinna í sameiningu að sameiginlegum verkefnum síns svæðis og alls ekki er ólíklegt að tækifæri skapist til að vera með annan fótinn inni á Alþingi á mínu fyrsta kjörtímabili fyrir Framsóknarflokkinn, með hugsanlega tvo ráðherra í ríkisstjórn fyrir framan mig á listanum. Slík staða skapar tækifæri og því er mikilvægt að menn sjái sér hag í því að kjósa þann lista sem getur haft mest áhrif fyrir svæðið. Ég mun því halda áfram að vinna að hagsmunamálum Suðurnesjamanna því hér eru mínar æskustöðvar og hingað liggja mínar rætur.
Í mínum huga er alveg ljóst að atvinnuleysi er undirrót andlegra og félagslegra erfiðleika og vanlíðunar. Atvinnuleysi hefur verið að aukast á Suðurnesjum og nú þurfa menn að snúa bökum saman, hvaða flokki sem þeir tilheyra og vinna saman að uppbyggingu hér syðra. Atvinnurekendur, verkalýðsfélög, sveitarfélög og stjórnmálaflokkar ásamt fjármálastofnunum verða að taka höndum saman um að nýta þau tækifæri sem bjóðast og jafnvel búa til ný tækifæri en því miður hafa menn lítið verið að tala saman um sameiginlega atvinnuuppbyggingu fyrir svæðið. Þar verða menn að líta á Suðurnesin sem eina heild, vinna með heildarstefnu í huga til að þau fjölmörgu tækifæri sem svæðið býr yfir verði nýtt á skynsamlegan hátt. Ýmis teikn eru á lofti nú þegar um bjarta framtíð. Tilkoma Iceland Express flugfélagsins og flug hins kanadíska HMY hingað til lands munu skapa ný störf í tengslum við ferðamennsku til og frá landinu. Ef þingsályktunartillaga Hjálmars Árnasonar o.fl. um niðurfellingu flugvallarskatts í Keflavík, nær fram að ganga, verður óréttmæt skattpíning á farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll lögð niður og tækifæri skapast fyrir enn frekari uppbyggingu því viðræður sem staðið hafa yfir við lággjaldaflugfélög hafa leitt í ljós að gera má ráð fyrir töluverðri ferðamannaaukningu hingað til lands ef áðurnefndur flugvallarskattur verður lagður niður og þá eru Suðurnesin í oddaaðstöðu hvað það varðar, með tilkomu Ósabotnavegar, uppbyggingu á afþreyingu sem nú þegar hefur verið ráðist í og þeim tækifærum sem fyrir hendi eru í þessum efnum. Til viðbótar við þetta langar mig að nefna hér líka að til að undirbyggja þá menningu að menn verði sífellt að vera að leita að nýjum tækifærum tel ég að nýsköpunarhugsun verði að koma inn á öll skólastig og að við þurfum að kenna börnunum okkar að undirbúa vel og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd en bíða ekki eftir því að einhverjir aðrir búi til störf fyrir þau í framtíðinni. Hver er sinnar gæfu smiður stendur einhvers staðar og ég myndi vilja sjá grunnskólana á Suðurnesjum og jafnvel Fjölbrautaskólann taka höndum saman um að verða það svæði sem verður í fararbroddi hvað það varðar að undirbúa börnin okkar undir að verða sjálfbjarga og kenna þeim að verða eigin gæfusmiðir með öflugu nýsköpunarstarfi. Einfaldar skammtímalausnir duga okkur ekki heldur verða menn að taka saman höndum um að flæma atvinnuleysisdrauginn á brott með heildstæðri og skynsamlegri stefnu við uppbyggingu atvinnumála, nýtingu á þeim tækifærum sem fyrir hendi eru á svæðinu og þar munu Framsóknarmenn ekki láta sitt eftir liggja.
Helga Sigrún Harðardóttir
Tal karlsins á kassanum um að nú geti Suðurnesjamenn ekki flykkt sér um Framsóknarflokkinn til að ná inn tveimur þingmönnum er ekki alveg svo einfalt, þó ég sé þakklát þeim stuðningi sem kallinn sýnir mér, því ég er langt því frá horfin af sjónarsviðinu. Í anda félagshyggju og samvinnu er framboðslistinn skipaður hópi fólks, sem mun vinna í sameiningu að sameiginlegum verkefnum síns svæðis og alls ekki er ólíklegt að tækifæri skapist til að vera með annan fótinn inni á Alþingi á mínu fyrsta kjörtímabili fyrir Framsóknarflokkinn, með hugsanlega tvo ráðherra í ríkisstjórn fyrir framan mig á listanum. Slík staða skapar tækifæri og því er mikilvægt að menn sjái sér hag í því að kjósa þann lista sem getur haft mest áhrif fyrir svæðið. Ég mun því halda áfram að vinna að hagsmunamálum Suðurnesjamanna því hér eru mínar æskustöðvar og hingað liggja mínar rætur.
Í mínum huga er alveg ljóst að atvinnuleysi er undirrót andlegra og félagslegra erfiðleika og vanlíðunar. Atvinnuleysi hefur verið að aukast á Suðurnesjum og nú þurfa menn að snúa bökum saman, hvaða flokki sem þeir tilheyra og vinna saman að uppbyggingu hér syðra. Atvinnurekendur, verkalýðsfélög, sveitarfélög og stjórnmálaflokkar ásamt fjármálastofnunum verða að taka höndum saman um að nýta þau tækifæri sem bjóðast og jafnvel búa til ný tækifæri en því miður hafa menn lítið verið að tala saman um sameiginlega atvinnuuppbyggingu fyrir svæðið. Þar verða menn að líta á Suðurnesin sem eina heild, vinna með heildarstefnu í huga til að þau fjölmörgu tækifæri sem svæðið býr yfir verði nýtt á skynsamlegan hátt. Ýmis teikn eru á lofti nú þegar um bjarta framtíð. Tilkoma Iceland Express flugfélagsins og flug hins kanadíska HMY hingað til lands munu skapa ný störf í tengslum við ferðamennsku til og frá landinu. Ef þingsályktunartillaga Hjálmars Árnasonar o.fl. um niðurfellingu flugvallarskatts í Keflavík, nær fram að ganga, verður óréttmæt skattpíning á farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll lögð niður og tækifæri skapast fyrir enn frekari uppbyggingu því viðræður sem staðið hafa yfir við lággjaldaflugfélög hafa leitt í ljós að gera má ráð fyrir töluverðri ferðamannaaukningu hingað til lands ef áðurnefndur flugvallarskattur verður lagður niður og þá eru Suðurnesin í oddaaðstöðu hvað það varðar, með tilkomu Ósabotnavegar, uppbyggingu á afþreyingu sem nú þegar hefur verið ráðist í og þeim tækifærum sem fyrir hendi eru í þessum efnum. Til viðbótar við þetta langar mig að nefna hér líka að til að undirbyggja þá menningu að menn verði sífellt að vera að leita að nýjum tækifærum tel ég að nýsköpunarhugsun verði að koma inn á öll skólastig og að við þurfum að kenna börnunum okkar að undirbúa vel og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd en bíða ekki eftir því að einhverjir aðrir búi til störf fyrir þau í framtíðinni. Hver er sinnar gæfu smiður stendur einhvers staðar og ég myndi vilja sjá grunnskólana á Suðurnesjum og jafnvel Fjölbrautaskólann taka höndum saman um að verða það svæði sem verður í fararbroddi hvað það varðar að undirbúa börnin okkar undir að verða sjálfbjarga og kenna þeim að verða eigin gæfusmiðir með öflugu nýsköpunarstarfi. Einfaldar skammtímalausnir duga okkur ekki heldur verða menn að taka saman höndum um að flæma atvinnuleysisdrauginn á brott með heildstæðri og skynsamlegri stefnu við uppbyggingu atvinnumála, nýtingu á þeim tækifærum sem fyrir hendi eru á svæðinu og þar munu Framsóknarmenn ekki láta sitt eftir liggja.
Helga Sigrún Harðardóttir