Svanavatnið á Fitjum
Í Reykjanesbæ erum við svo lánsöm að eiga svolítið uppistöðuvatn á Fitjunum með mikið aðdráttarafl , þar ,sem fuglar himinsins láta gjarnan fyrirberast, til að hvílast, baða sig og láta sér líða vel, en hitaveituafrennsli rennur í vatnið.Þarna má t.d. oft sjá fjölmarga Svani synda virðulega um vatnið með fagurlegum höfuðhreyfingum og viðkunnanlegu kvaki. Fuglarnir kunna vel að meta matargjafir í formi brauðafganga og virðast þeir fljótir að sjá hvenær von er á slíku frá vegfarendum. Og þar sem svæðið býður sig fram sem fuglaáningarstaður finnst mér vera komið að því að eitthvað sé gert fyrir þennan stað til þess að foreldrar ,afar og ömmur geti notið þess að fara með börnin þangað á góðum dögum, leyfa þeim að sjá fuglana og gefa þeim, en í dag er umhverfið þarna grófur jarðvegsruðningur eftir vinnuvélar að hluta til , en annarsvegar ógreiðfært graslendi. Er ekki komið að því að við í Reykjanesbæ eignumst aðlaðandi útivistarstað „Reykjanestjörn,“ sem fjölskyldan getur heimsótt og látið sér líða vel úti í náttúrunni í góðu sambandi við fuglana.
Þarna þarf að taka vel til hendinni og gera aðkomuna bærilega, byggja upp bakka , helluleggja og koma upp skjóli ,bekkjum og borðum sem bjóða fólkið velkomið og bryggjusporður á líka heima þar ,svo betur gangi fyrir smáar hendur að koma fæðunni til fuglanna.
Upplagt er að tengja þennan stað við göngusvæði í næsta nágrenni , sem er sandfjaran á Fitjunum,sem gæti gert svæðið enn áhugaverðara fyrir þá sem vildu njóta útiveru við sjávarsíðuna , en sagt hefur verið að gönguferðir við ströndina virki vel á sálina og jafnist á við margar heimsóknir til sálfræðinga.
Varphólmi á líka heima úti í vatninu, til prýði og ánægju og hvað með gosbrunn?
Ég er ekki frá því að gæsirnar sex ,sem komu fljúgandi, líklega af Reykjavíkurtjörn og settust á bílastæðið hjá S.S.S á Fitjunum fyrir stuttu síðan og spásseruðu meðfram skrifstofuhúsinu ,hafi viljað ræða málið við Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóra, en þær hittu bara ekki á réttu dyrnar, en stoppuðu hjá Valgerði, meindýralækni, sem ekki hafði nægileg völd á sínu borði til að taka ákvarðanir um málið.
Ég sendi því hugmyndina í stjórnsýsluhúsið við Tjarnargötu til mektugrar meðferðar, enda er vor í lofti og gæti verið tilbreyting fyrir núverandi og væntanlega fulltrúa æðsta valdsins að gera sér ferð að tjörninni í þeim tilgangi að sjá þá miklu möguleika sem svæði þetta býr yfir fyrir manneskjuna í tengslum við fugla himinsins,sem virðast tilbúinir að bjóða okkur uppá afþreyingu og gleði við hvers manns hæfi.
Jóhann Sveinsson.
Þverholti 7
Keflavík
Þarna þarf að taka vel til hendinni og gera aðkomuna bærilega, byggja upp bakka , helluleggja og koma upp skjóli ,bekkjum og borðum sem bjóða fólkið velkomið og bryggjusporður á líka heima þar ,svo betur gangi fyrir smáar hendur að koma fæðunni til fuglanna.
Upplagt er að tengja þennan stað við göngusvæði í næsta nágrenni , sem er sandfjaran á Fitjunum,sem gæti gert svæðið enn áhugaverðara fyrir þá sem vildu njóta útiveru við sjávarsíðuna , en sagt hefur verið að gönguferðir við ströndina virki vel á sálina og jafnist á við margar heimsóknir til sálfræðinga.
Varphólmi á líka heima úti í vatninu, til prýði og ánægju og hvað með gosbrunn?
Ég er ekki frá því að gæsirnar sex ,sem komu fljúgandi, líklega af Reykjavíkurtjörn og settust á bílastæðið hjá S.S.S á Fitjunum fyrir stuttu síðan og spásseruðu meðfram skrifstofuhúsinu ,hafi viljað ræða málið við Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóra, en þær hittu bara ekki á réttu dyrnar, en stoppuðu hjá Valgerði, meindýralækni, sem ekki hafði nægileg völd á sínu borði til að taka ákvarðanir um málið.
Ég sendi því hugmyndina í stjórnsýsluhúsið við Tjarnargötu til mektugrar meðferðar, enda er vor í lofti og gæti verið tilbreyting fyrir núverandi og væntanlega fulltrúa æðsta valdsins að gera sér ferð að tjörninni í þeim tilgangi að sjá þá miklu möguleika sem svæði þetta býr yfir fyrir manneskjuna í tengslum við fugla himinsins,sem virðast tilbúinir að bjóða okkur uppá afþreyingu og gleði við hvers manns hæfi.
Jóhann Sveinsson.
Þverholti 7
Keflavík