Sunnan 5 með opið hús 12. október
Stuðningshópurinn Sunnan 5 hefur opið hús miðvikudaginn 12. október 2005, kl. 20.00 að Smiðjuvöllum 8 (húsi Rauða krossins). Októbermánður er helgaður brjóstakrabbameini í alþjóðlegu árveknisátaki og er beik slaufa tákn átaksins. Bergið var líst upp í bleikum lit 1. október s.l. til að minna á átakið og til að hvetja konur til árvekni um brjóstakrabbamein.
Markmið Stuðningshópsins Sunnan 5 er að einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein hitti aðra sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu og til að fá fræðslu og styrk hvert frá öðru. Allir sem hafa áhuga eða vilja leggja okkur lið eru velkomnir í spjall og kaffibolla.
Markmið Stuðningshópsins Sunnan 5 er að einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein hitti aðra sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu og til að fá fræðslu og styrk hvert frá öðru. Allir sem hafa áhuga eða vilja leggja okkur lið eru velkomnir í spjall og kaffibolla.