Sumarið er tími tækifæra
Á sumrin fá foreldrar aukin sóknarfæri til að auðga fjölskyldulífið með auknum samverustundum með börnum sínum. Líklegt er að þá hafi bæði hinir fullorðnu og börn meiri tíma aflögu þegar hinum fasta ramma, sem skólinn setur fjölskyldunni, sleppir. Stundatafla fjölskyldunnar breytist. Börn og unglingar fá tækifæri til að takast á við ný verkefni, kynnast kannski nýjum vinahópum og vinna sér inn aura. Fjölskyldan getur verið meira saman, farið í frí og lagt inn góðar minningar en sumarið getur líka verið áhættutími í lífi barna og unglinga.
Á dögunum kynnti Samanhópurinn þema sumarsins sem er: „Fjölskyldan saman með börnin í fókus – sýnum umhyggju í verki“ og með því er lögð áhersla á mikilvægi samverustunda fjölskyldunnar fyrir þroska barna. Vísað er í kannanir sem sýna að börn og unglingar vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum heldur en þau eiga nú kost á.
Samanhópurinn leggur því áherslu á eftirfarandi skilaboð til foreldra:
1) Vitum hvar börnin okkar eru og með hverjum
2) Virðum útivistartímann
3) Kaupum ekki áfengi fyrir yngri en 20 ára
4) Setjum tímamörk á tölvunotkun
5) Leyfum ekki eftirlitslaus partý eða útilegur.
Í forvarnarvinnu er mikilvægt að beina sjónum að hinu jákvæða og uppbyggilega og hverfa meira frá því að lýsa upp hroðann í formi hræðsluáróðurs þar sem dregnar eru upp hryllingsmyndir af unglingum, útihátíðum eða slysum. Við megum þó aldrei líta fram hjá skaðsemi unglingadrykkju og hve mikil áhrif hún getur haft á líf einstaklinga. Hvert ár skiptir máli varðandi byrjunaraldurinn og vissulega þurfa foreldrar að vita hvað er í húfi. Það sem hefur þó einkennt forvarnarumræðuna undanfarið er að nú er meira en áður unnið út frá niðurstöðum rannsókna, líka um það hvað vel er gert og hvernig gera má betur. En rannsóknir eru auðvitað ekki forvörn í sjálfu sér, aðeins eitt tæki til að skoða samfélagið sem svo er hægt að vinna út frá.
Börn og unglingar segja enn að foreldrar séu fyrirmyndir sínar og öll börn þurfa að finna að þau eru dýrmæt, að foreldrar vilji verja tíma sínum með þeim og foreldrahlutverkið hafi forgang. Allir þekkja varnarorðin um að byrgja brunninn og að við tryggjum ekki eftir á eða spólum til baka í uppeldinu.
Foreldrar þurfa að hafa í huga að ekki er gott að börnin fái á tilfinninguna að foreldrarnir hafi ákveðið af einskærri skyldurækni að eiga með þeim samverustund af því það sé í tísku, hafi komið út úr rannsóknum eða að einhver hafi sagt foreldrunum að gera það. Börn þurfa að finna að samveran sé ekta en ekki kvöð og að foreldrar vilji og langi til að eyða tíma með börnum sínum. Börn þurfa að finna að foreldrar leggi sig fram um að fjölskyldan hafi gaman saman þar sem börnin eru í fókus. Foreldrar sýnum umhyggju í verki í sumar.
Helga Margrét Guðmundsdóttir
Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra
Á dögunum kynnti Samanhópurinn þema sumarsins sem er: „Fjölskyldan saman með börnin í fókus – sýnum umhyggju í verki“ og með því er lögð áhersla á mikilvægi samverustunda fjölskyldunnar fyrir þroska barna. Vísað er í kannanir sem sýna að börn og unglingar vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum heldur en þau eiga nú kost á.
Samanhópurinn leggur því áherslu á eftirfarandi skilaboð til foreldra:
1) Vitum hvar börnin okkar eru og með hverjum
2) Virðum útivistartímann
3) Kaupum ekki áfengi fyrir yngri en 20 ára
4) Setjum tímamörk á tölvunotkun
5) Leyfum ekki eftirlitslaus partý eða útilegur.
Í forvarnarvinnu er mikilvægt að beina sjónum að hinu jákvæða og uppbyggilega og hverfa meira frá því að lýsa upp hroðann í formi hræðsluáróðurs þar sem dregnar eru upp hryllingsmyndir af unglingum, útihátíðum eða slysum. Við megum þó aldrei líta fram hjá skaðsemi unglingadrykkju og hve mikil áhrif hún getur haft á líf einstaklinga. Hvert ár skiptir máli varðandi byrjunaraldurinn og vissulega þurfa foreldrar að vita hvað er í húfi. Það sem hefur þó einkennt forvarnarumræðuna undanfarið er að nú er meira en áður unnið út frá niðurstöðum rannsókna, líka um það hvað vel er gert og hvernig gera má betur. En rannsóknir eru auðvitað ekki forvörn í sjálfu sér, aðeins eitt tæki til að skoða samfélagið sem svo er hægt að vinna út frá.
Börn og unglingar segja enn að foreldrar séu fyrirmyndir sínar og öll börn þurfa að finna að þau eru dýrmæt, að foreldrar vilji verja tíma sínum með þeim og foreldrahlutverkið hafi forgang. Allir þekkja varnarorðin um að byrgja brunninn og að við tryggjum ekki eftir á eða spólum til baka í uppeldinu.
Foreldrar þurfa að hafa í huga að ekki er gott að börnin fái á tilfinninguna að foreldrarnir hafi ákveðið af einskærri skyldurækni að eiga með þeim samverustund af því það sé í tísku, hafi komið út úr rannsóknum eða að einhver hafi sagt foreldrunum að gera það. Börn þurfa að finna að samveran sé ekta en ekki kvöð og að foreldrar vilji og langi til að eyða tíma með börnum sínum. Börn þurfa að finna að foreldrar leggi sig fram um að fjölskyldan hafi gaman saman þar sem börnin eru í fókus. Foreldrar sýnum umhyggju í verki í sumar.
Helga Margrét Guðmundsdóttir
Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra