Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 3. mars 2004 kl. 21:00

Sumarið 2004 kynnt á Flughóteli

Miðvikudaginn 10. mars kl 11.00 verður haldinn kynningarfundur í Flughótelinu í Keflavík þar sem kynnt verður stórsýningin Sumarið 2004 sem haldin verður í Laugardalshöll 7.-9. maí n.k. Sumarið 2004 kemur í framhaldi af fjölsóttum sýningum sem haldnar voru tvö síðastliðin ár í Mosfellsbæ undir nafninu Sumarhúsið og garðurinn. Nú hefur sýningin verið flutt í Laugardalshöll og bætt hefur verið við hana kynningu á afþreyingu og ferðum innanlands og ríkari áhersla er lögð á mat og nesti sem tengist sannarlega útvist, notalegheitunum í sumarbústaðnum og á veröndinni heimavið.
Sumarhúsaeign landsmanna fer hraðvaxandi og áhugi fyrir sumarhúsabyggingum hefur stóraukist á undanförnum misserum, og verður margt athyglisvert að sjá á þessu sviði. Fyrir ræktunaráhugamenn er sýningin hrein upplifun, nýungar kynntar, upplýsingar um ræktun, sýnd tæki og fjölþætt fræðsla. Á sýningunni verða meðal annars kynntir ferðamöguleikar um land allt og afþreying sem þar stendur til boða. Útigrillið er orðið tákngerfingur sumarsins og á sýningunni verður gestum boðið að smakka á ýmsum veitingum.
Sala á sýningarplássum á Sumarið 2004 er í fullum gangi og bendum við væntanlegum sýnendum á regluna "Fyrstur kemur, fyrstur fær" þegar sýningarplássi er úthlutað. Þess vegna er mikilvægt að huga að þátttöku fyrr en seinna til þess að tryggja sér gott pláss. Á kynningarfundinum veitum við allar nánari upplýsingar um sýninguna, en einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu okkar, www.rit.is
Sýningin verður leiðarvísir fyrir íslendinga inn í Sumarið 2004 og ættu allir sem þurfa að koma upplýsingum og vörum á framfæri að sjá sér hag í þátttöku, því Sumarið 2004 byrjar í Laugardalshöllinni helgina 7.-9. maí 2004.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024