Suðurnesjamenn! nýtum okkar heimamið og setjum X við F
Kvótakerfið er ekki fiskveiðikerfi með þjóðarhagsmuni í fyrirrúmi. Heldur hagsmunakerfi fyrir fáa útvalda. Við í Frjálslynda flokknum viljum afnema það í áföngum. Frjálslyndi flokkurinn vill byrja á strandveiðiflotanum setja hann á sóknarstýringu með veiðifærastýringu.Fyrst í smábátaflotanum og stærri dagróðrabáta. Það er fyrsta aðgerð til að komast út úr kvótabraskinu. Þá fer að færast líf í hafnir og bryggjur á Suðurnesjum. Þetta skaðræðiskerfi sem kvótakerfið er veldur hruni byggða fækkun íbúa, minni atvinnu sem skerðir tekjur sveitafélagana til að standa við skyldur sínar.
Nýjasta dæmið um hvað kvótakerfið er skaðlegt, er hvað gerst hefur í Sandgerði nú síðustu misseri með bræðsluna sem nýbúið var að endurbyggja fyrir 700 milljónir.
Sandgerðingar í framhaldinu hófu að dýpka höfnina og gera viðlegukant til að stærri loðnuskip gætu landað í nýrri og betri höfn.
Þessar framkvæmdir hafa kostað hundruði milljóna sem Sandgerðingar hafa skuldbundið sig til, því það var horft til framtíðar með blóm í haga.
Á einni nóttu var þessi sýn að martröð, því að ein af stór útgerðunum úti á landi kaupir bræðsluna á síðasta ári, síðan þá hefur ekki verið landað einni einustu loðnu á síðustu vertíð.
Nýjustu fréttir eru þær að nú er verið að rífa niður bræðsluna í nafni svokallaðar hagræðingar hinna fáu útvöldu. Það mun hafa þau áhrif t.d. að loðnu og hrogna frysting hverfur af svæðinu.
Sandgerðingar sitja eftir með ótímabæra fjárfestingu sem greiðast skal með sköttum borgarana. Hjá þessu litla byggðalagi sem gæti reynst þungt í ljósi þess að auki hefur 90% af kvótanum farið burt úr byggðarlaginu síðustu 5 árin.
Ekki er minni vá þar sem kvótinn er ennþá eins og í Grindavík þar sem ein stærsta útgerð landsins söðlar um í stærsta sjávarútvegsfyrirtækinu í byggðarlaginu í nafni „hagræðingar”.
Frjálslyndi Flokkurinn vill stoppa þessa þróun og snúa henni við, byggðunum og fólkinu til handa.
Taktu afstöðu ! X-F á kjördag.
Baldvin Nielsen
Nýjasta dæmið um hvað kvótakerfið er skaðlegt, er hvað gerst hefur í Sandgerði nú síðustu misseri með bræðsluna sem nýbúið var að endurbyggja fyrir 700 milljónir.
Sandgerðingar í framhaldinu hófu að dýpka höfnina og gera viðlegukant til að stærri loðnuskip gætu landað í nýrri og betri höfn.
Þessar framkvæmdir hafa kostað hundruði milljóna sem Sandgerðingar hafa skuldbundið sig til, því það var horft til framtíðar með blóm í haga.
Á einni nóttu var þessi sýn að martröð, því að ein af stór útgerðunum úti á landi kaupir bræðsluna á síðasta ári, síðan þá hefur ekki verið landað einni einustu loðnu á síðustu vertíð.
Nýjustu fréttir eru þær að nú er verið að rífa niður bræðsluna í nafni svokallaðar hagræðingar hinna fáu útvöldu. Það mun hafa þau áhrif t.d. að loðnu og hrogna frysting hverfur af svæðinu.
Sandgerðingar sitja eftir með ótímabæra fjárfestingu sem greiðast skal með sköttum borgarana. Hjá þessu litla byggðalagi sem gæti reynst þungt í ljósi þess að auki hefur 90% af kvótanum farið burt úr byggðarlaginu síðustu 5 árin.
Ekki er minni vá þar sem kvótinn er ennþá eins og í Grindavík þar sem ein stærsta útgerð landsins söðlar um í stærsta sjávarútvegsfyrirtækinu í byggðarlaginu í nafni „hagræðingar”.
Frjálslyndi Flokkurinn vill stoppa þessa þróun og snúa henni við, byggðunum og fólkinu til handa.
Taktu afstöðu ! X-F á kjördag.
Baldvin Nielsen