Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Suðurnesjamenn geta haft áhrif
Föstudagur 9. nóvember 2012 kl. 20:03

Suðurnesjamenn geta haft áhrif

Mannlífið á Suðurnesjum er fjölbreytt og litríkt. Þar býr kraftmikið og skapandi fólk sem hefur mismunandi skoðanir á hinum ýmsu málum. Þegar Suðurnesjamenn ræða málin kemur þó fljótlega í ljós að á flestum þeirra er það tvennt sem brennur hvað heitast. Annars vegar eru það atvinnumálin og hins vegar skuldastaða heimilanna. Þetta þarf það fólk að skilja sem tekur það vandasama hlutverk að sér að vera fulltrúar Suðurnesjamanna á Alþingi. Þetta eru málin sem verða á dagskrá stjórnmálanna næstu árin. Heilbrigt og öflugt atvinnulíf er undirstaða alls annars í samfélaginu. Jöfnuður og velferð byggja á því að fólk hafi vinnu.

Undanfarin 10 ár hef ég starfað á vettvangi sveitarstjórnarmálanna á Suðurnesjum sem bæjarfulltrúi í Sandgerði og síðasta árið sem formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Það er m.a. vegna þeirrar reynslu og þekkingar sem ég hef aflað mér á þessum tíma sem ég treysti mér til að gefa kost á mér í 2.-3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fer fram 16.-17. nóvember. Ég þekki hvað það er sem brennur á Suðurnesjamönnum og treysti mér til að vera málsvari þeirra sem og annarra íbúa kjördæmisins á Alþingi Íslendinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir íbúar Suðurkjördæmis 16 ára og eldri sem eru meðlimir í Samfylkingunni eða skrifa undir stuðningsyfirlýsingu inni á heimsíðu flokksins fyrir miðnætti í kvöld geta tekið þátt í að velja efstu menn á lista fyrir þingkosningar í vor. Nú gefst í raun tækifæri til að hafa áhrif á það hvaða einstaklingar það eru sem veljast til ábyrgðarstarfa fyrir þjóðina. Ég er reiðubúinn til starfa.

Ólafur Þór Ólafsson
frambjóðandi í 2.-3. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi