Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 19. febrúar 2003 kl. 11:42

Suðurnesjakonur í stúdentapólitík Röskvu

Í komandi kosningum til Stúdentaráðs og Háskólafundar Háskóla Íslands, þann 26. og 27. febrúar munu þrjár fylkingar berjast um atkvæði háskólanema, Röskva, Vaka og Háskólalistinn. Í ár eiga tvær ungar konur af Suðurnesjunum sæti á framboðslista Röskvu. Þær eru Rakel Dögg Óskarsdóttir sem skipar 4. sæti á lista Röskvu til stúdentaráðs og Kamilla Ingibergsdóttir en hún skipar 7. sæti til háskólafundar. María Guðmundsdóttir tölvunarfræðinemi er núverandi fulltrúi Röskvu í háskólaráði og einnig stúdentaráðsliði Röskvu.Rakel líffræðinemi gengur þessa dagana um skólann og kynnir stúdentum þau mál sem Röskva leggur áherslu á í þessum kosningum. Rakel segir að kosið sé um þrjú málefni. Það eru atvinnumál , menntamál og lánasjóðsmál. “Atvinnuhorfur háskólamenntaðs fólks eru því miður ekki góðar og því verða stúdentar að bregðast við ástandinu. Margir munu leita aftur í skólana og því verðum við að efla framhaldsnámið enn frekar auk þess sem við verðum að berjast fyrir samkeppnisstöðu HÍ. Jafnrétti til náms er útgangspunktur í starfi Röskvu og lánasjóðurinn er frumforsenda þess að mörg okkar geta stundað nám sitt. Að sjálfsögðu erum við með fjölmörg önnur mál á stefnuskrá okkar og hvet ég fólk til þess að kynna sér þau vel. Það skiptir máli að nýta kosningarétt sinn því aukin kosningaþátttaka okkar stúdenta gefur hagsmunabaráttu okkar meiri vigt,” segir Rakel.
Röskvuliðar finna fyrir miklum meðbyr þessa dagana. Munurinn var einungis fjögur atkvæði í fyrra svo að mikill hugur er í Röskvufólki. Í vetur hefur núverandi meirihluti Stúdentaráðs komið nokkrum af sínum stefnumálum í höfn enda ekki óeðlilegt þar sem þær fylkingar sem starfa í Stúdentaráði vinna að hagsmunabaráttu stúdenta. Röskvuliðum finnst þó að Stúdentaráð geti miklu meira. Kamilla, nemi í hagnýtri fjölmiðlun, segir að sér hafi fundist sem rödd stúdenta hafi ekki heyrst nægilega í vetur í málefnum sem snerta Háskóla Íslands. “Hvar var rödd stúdenta í umræðunni í haust um samkeppnisstöðu Háskóla Íslands og þegar byggingu Náttúrufræðahússins átti að fresta einu sinni enn? Við viljum að námslánin hækki umfram hækkun vísitölu neysluverð en lækki ekki eins og raunin var síðasta vor. Alþingiskosningar eru í vor og það er mikilvægt að Stúdentaráð gefi tóninn fyrir því hvaða mál verða á stefnuskrám flokkanna.
Rakel segir að lokum.” Röskva hefur sýnt það og sannað gegnum árin að hún er traustsins verð og því hvet ég alla háskólastúdenta til að kynna sér málefnin, taka afstöðu og nýta þér kosningarétt sinn.”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024