Suðurnesjaframbjóðendur raðast í neðstu sætin
Jón Gunnarsson telst sigurvegari Suðurnesjamanna í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fram fór um helgina. Hann náði 4. sætinu með 1133 atkvæði í 1. - 4. sæti. Í 5. sæti varð Sigríður Jóhannesdóttir með 1012 atkvæði, í 6. sæti Önundur Björnsson með 949 atkvæði, í 7. sæti Jóhann Geirdal með 867 atkvæði og í 8. sæti varð Unnur G. Kristjánsdóttir með 721 atkvæði. Kosning var bindandi í 4 efstu sætin og mun uppstillingarnefnd síðan gera tillögu um skipan annarra sæta.