Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Suðurnes áhrifalaus í Samfylkingunni?
Fimmtudagur 9. nóvember 2006 kl. 14:37

Suðurnes áhrifalaus í Samfylkingunni?

-enginn Suðurnesjamaður í efstu sætunum. Sambland af lítilli kjörsókn og samstöðuleysi, segir Jón Gunnarsson.

Jón Gunnarsson, þingmaður, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar í ljósi þeirrar niðurstöðu sem varð í prófkjörinu nú um helgina. Jón segir niðurstöðuna skýra og þar sem hann hljóti ekki bindandi kosninu í 5. sæti listans muni hann ekki gefa kost á sér í uppröðun í sætin þar fyrir neðan. Það er því ljóst að þingsetu Jóns lýkur eftir þetta kjörtímabil.

„Ég fæ þarna rúm þúsund atkvæði í fyrsta sætið og fyrir það er ég þakklátur. Það er gott til þess að vita að svo margir þátttakendur í prófkjörinu hafi viljað sjá mig leiða listann í næstu kosninum. Hins vegar er alveg ljóst ef tölurnar eru skoðaðar að ég hef  víðast hvar verið settur alveg út af listanum,” sagði Jón í samtali við VF eftir prófkjörið.

Í fimm efstu sætunum eiga Eyjamenn þrjá fulltrúa. Þeir sex Suðurnesjamenn sem gáfu kost á sér í prófkjörinu fengu ekki brautargengi, sem hljóta að vera vonbrigði fyrir Samfylkingarfólk á Suðurnesjum. Talað er um samstöðuleysi því ljóst er að atkvæði Suðurnesjamanna dreifast talsvert. Jón var inntur eftir áliti sínu á því. „ Það er alveg ljóst að Eyjmenn kjósa sína fulltrúa mjög massíft. Á bilinu 1700-1800 manns á Suðurnesjum tóku þátt þessu prófkjöri þannig að atkvæði þeirra dreifast greinilega.  Þá verður niðurstaðan auðvitað á þessa lund. Sama gerðist fyrir 4 árum í lokuðu flokksprófkjöri þegar fólk fyrir austan og í Eyjum fylkti sér á bak við sína frambjóðendur. Á meðan kusu Suðurnesjamenn blandað og ég varð efstur Suðurnesjamanna í fjórða sæti. Þessi niðurstaða er því sambland af lítilli kjörsókn ásamt samstöðuleysi,” sagði Jón.

Þarf Samfylkingin ekki að skoða stöðu sína í þessu ljósi?

„Menn hljóta auðvitað að þurfa velta því fyrir sér hvernig það muni ganga að bjóða fram lista þar sem í fimm efstu sætunum er enginn fulltrúi með heimilisfestu á svæði þar sem 42% kjósenda búa,” sagði Jón. 

Nú spyr ég eins og frægur fréttamaður var vanur að spyrja forðum: Ertu bitur?

„Nei, ég er orðin alltof gamall og reyndur til að vera bitur,” svarar Jón hlæjandi. „Ég er búinn að vera nógu lengi í pólitík til að vita að það getur ýmislegt óvænt gerst. Ég átta mig alveg á því, eftir það sem á undan er gengið, að ekki er hægt að taka úrslit prófkjörsins þannig að það sé einungis verið að leggja dóm á einstaklinga eða verk þeirra heldur virðist þetta frekar vera afleiðing að því sem við getum kallað svæðisvörn. Það er bara þannig. 

Þegar maður stendur frammi fyrir því að maður nær ekki þeim árangri sem að var stefnt, þá hlýtur maður að endurmeta stöðuna og það er bara einfaldlega það sem ég geri í framhaldi af þessu, sagði Jón.




Skelfileg niðurstaða

- segir Guðbrandur Einarsson, oddviti A-listans í Reykjanesbæ


Fyrir mér er þessi niðurstaða skelfileg fyrir okkur Suðurnesjamenn, en hún segir held ég meira um samstöðuleysi okkar en nokkuð annað. Það búa 4 þúsund manns í Vestmannaeyjum og þeir eiga 3 fulltrúa af fyrstu 5, en það búa 15 þúsund manns á Suðurnesjum og við eigum engann.  Það voru 6 Suðurnesjamenn í framboði og þeir hurfu allir. Og við látum það gerast rétt einn ganginn að sitjandi Suðunesjaþingmanni er ýtt út í kuldann. Ég tel ljóst að við Suðurnesjamenn þurfum að fara skoða okkar mál í ljósi þessarar niðurstöðu, kannski er fólk bara sátt við þetta, en ég er það svo sannarlega ekki,” sagðu Guðbrandur Einarsson, oddviti A-listans í Reykjanesbæ þegar hann var inntur eftir viðbröðum sínum vegna niðurstöðu prófkjörsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024