Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Styrkleikar Krabbameinsfélags Suðurnesja
Hlaupið á Keflavíkurvelli. VF/JPK
Föstudagur 30. ágúst 2024 kl. 06:00

Styrkleikar Krabbameinsfélags Suðurnesja

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins verða haldnir á Keflavíkurvelli 6.–7. september.

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins sýna samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Viðburðurinn er fjölskylduvænn og býður upp á einstaka upplifun fyrir alla, óháð aldri. Styrkleikarnir eru áheitaganga þar sem þátttakendur skiptast á að ganga með boðhlaupskefli í sólarhring, sem er táknrænt fyrir að engin hvíld fæst frá krabbameini. Liðin og einstaklingarnir í liðunum er það sem gefur viðburðinum lit. Styrkleikarnir eru kjörið tækifæri til þess að hrista saman fjölskyldur og hópa með sameiginlegt markmið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024