Styrkja félaga í neyð
Þann 20 febrúar s.l. eignuðust þau Ari Elíasson og Eva Lind Ómarsdóttir stúlkubarn sem heitir Lilja Líf. Fljótlega eftir fæðingu kom í ljós að Lilja hefði fæðst með alvarlegan hjartagalla. Í fyrstu var vonast eftir að þessi galli væri ekki það alvarlegur að aðgerðar væri þörf en nú er það ljóst að aðgerð verður ekki umflúin. Þurfa þau því að ferðast með hana til Boston í mikla og erfiða hjartaaðgerð. Kostnaður við slíka ferð og aðgerð er mjög mikill og hafa því starfsmenn Brunavarna Suðurnesja, starfsfélagar Ara, ákveðið að fara af stað með söfnun.
Þann 9. maí næstkomandi ætla vinnufélagar Ara að sýna samhug í verki og ganga frá Slökkvistöðinni í Hafnarfirði til Slökkvistöðvarinnar í Keflavík í eldgalla með reykköfunartæki á bakinu. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur og þar getið þið lagt inn fjárframlög. Margt smátt gerir eitt stórt og gefi hver eftir efni og aðstæðum.
Reikningur þessi er í Sparisjóðnum í Keflavík og er númer hans
1109-05-420000 og kennitala 030773-4469
Við vonum að þú sýnir vilja þinn í verki og sjáir þér fært að styðja þessa ungu fjölskyldu á erfiðum tímum.
Með von um góð og jákvæð viðbrögð og fyrirfram þökk,
Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja.
VF-mynd úr safni