Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Fimmtudagur 1. apríl 2004 kl. 11:51

Styrk stjórn Reykjanesbæjar

Frá því að meirihluti Sjálfstæðisflokksins tók við stjórn bæjarins í júní 2002 hefur mikil uppbygging átt sér stað. Meirihlutinn samanstendur af samhentum hópi fólks með ólíkan bakgrunn og víðtæka reynslu. Árni Sigfússon oddviti hópsins hefur staðið sig frábærlega sem leiðtogi og andlit sveitarfélagsins útávið.

Þegar Bandaríkjastjórn tók þá ákvörðun að breyta áherslum sínum í varnarmálum og skera niður starfsemina á Miðnesheiði var ljóst að grípa þurfti til enn frekari aðgerða í atvinnumálum. Mikil varnarbarátta hefur verið háð í þeim efnum og er staðan sú að í dag eru um 100 færri á atvinnuleysisskrá en á sama tíma í fyrra.

Þrátt fyrir að kjörtímabilið sé aðeins hálfnað hefur Sjálfstæðisflokknum tekist að koma mörgum af kosningaloforðum sínum í efndir. Vil ég nefna örfá dæmi.

Atvinnumál
- Uppbygging iðnaðarsvæðis í Helguvík með fullkominni hafnaraðstöðu í nágrenni alþjóðaflugvallar
- Bygging nýs raforkuvers á Reykjanesi á vegum Hitaveitu Suðurnesja
- Eflingu háskólamenntunar og uppbygging háskólastarfsemi á svæðinu
- Ýmis verkefni tengd flugvellinum og Flugstöð Leifs Eíríkssonar
- Uppbygging Víkingaheims í kringum víkingaskipið Íslending

Fjölskyldumál
- Nýr skóli í Innri Njarðvíkurhverfi
- Félagsmiðstöð ungs fólks að Hafnargötu 88
- Frístundarskóli fyrir öll grunnskólabörn í 1. til 4. bekk
- Ókeypis almenningssamgöngur

Umhverfismál
- Endurbygging Hafnargötunnar
- Umhverfisbætur að Fitjum
- Víðtækar lagfæringar á gangstéttum og vegköntum
- Ægisgata og fyllingar neðan Hafnargötu

Þannig hefur verið lagður góður grunnur að seinni hluta kjörtímabilsins og er því full ástæða fyrir bæjarbúa að líta björtum augum til framtíðar undir styrkri stjórn Sjálfstæðisflokksins.

Viktor B. Kjartansson
Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Keflavík
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024