Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Styðjum Þroskahjálp á Suðurnesjum
Mynd úr safni.
Laugardagur 18. ágúst 2012 kl. 08:08

Styðjum Þroskahjálp á Suðurnesjum

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt í dag.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt í dag, laugardaginn 18. ágúst. Áheitasöfnun fer fram í tengslum við hlaupið, en það er almenn söfnun þátttakenda til styrktar góðu málefni að eigin vali. Í fyrrasumar hlupu fimm einstaklingar til styrktar Þroskahjálpar á Suðurnesjum og berum við þeim miklar þakkir fyrir. Vonandi verður fjöldinn enn meiri í ár. 

Þroskahjálp á Suðurnesjum vill hvetja hlaupara sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu til að hlaupa í nafni samtakanna. Þá eru Suðurnesjamenn allir hvattir til að heita á þá öflugu hlaupara sem kjósa að hlaupa til styrktar Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Áheitasöfnunin fer fram á heimasíðunni www.hlaupastyrkur.is. Hart er unnið að því að styrkja fjárhagsstöðu félagsins og renna allir fjármunir sem samtökunum berast að gjöf beint til fatlaðra einstaklinga á Suðurnesjum og aðstandenda þeirra, sem dæmi í formi námskeiða og ýmissa uppákoma sem brjóta upp daglegt amstur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vakin er athygli á því að hægt er að gerast félagi í Þroskahjálp á Suðurnesjum, til stuðnings við samtökin, fyrir aðeins 1.500 kr. á ári. Þá eru minningarkort í boði gegn frjálsu fjárframlagi. Hafið endilega samband í síma: 660-5981 eða í gegnum tölvupóst: [email protected] ef þið hafið áhuga eða viljið frekari upplýsingar. Að endingu óskum við öllum hlaupurum af Suðurnesjum góðs gengis í Reykjavíkurmaraþoninu.

Sigurður Ingi Kristófersson, formaður stjórnar Þroskahjálpar á Suðurnesjum