Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Styðjum okkar fólk!
Sunnudagur 4. nóvember 2012 kl. 10:21

Styðjum okkar fólk!

Það er óhætt að segja að undafarin ár hafi verið okkur Suðurnesjamönnum erfið. Fæst af  því sem við hefðum viljað sjá gerast í uppbyggingu á sviði atvinnulífsins, hefur orðið að veruleika. Hafi það einhvern tímann verið mikilvægt að Suðurnesin hafi sem flesta öfluga fulltrúa á löggjafarþingi okkar Íslendinga, þá er það nú. Með samstöðu og samhentu átaki getum við stutt okkar fólk. Nú er einmitt tækifærið!

Framundan eru prófkjör flokkanna. Samfylkingin er með rafræna kosningu þann 16. og 17. nóvember næstkomandi. Þrír fulltrúar okkar af Suðurnesjum hafa boðið sig fram. Þau Oddný G. Harðardóttir úr Garði, Ólafur Þór Ólafsson úr Sandgerði og Hannes Friðriksson úr Reykjanesbæ. Allt saman eru þetta einstaklingar sem sýnt hafa á undanförnum árum fyrir hvað hjarta þeirra slær og að þau tala svo sannarlega okkar máli.  Ólafur, sem öflugur sveitarstjórnarmaður úr Sandgerði, Hannes, sem m.a. vann hve harðast gegn sölu Hitaveitu Suðurnesja, einstakur hugsjónarmaður og öflugur baráttumaður.  Það þarf vart að kynna Oddnýju Harðardóttur en  hún hefur verið farsæl skólastýra Fjölbrautaskóla Suðurnesja, bæjarstjóri í sinni heimabyggð Garði og síðast en ekki síst fjármálaráðherra.  Síðasta verk hennar þar var að huga að barnmörgum fjölskyldum með verulegri hækkun barnabóta.
   
Þeir sem eru skráðir í Samfylkinguna eða skráðir stuðningsmenn þann 8. nóvember geta tekið þátt í prófkjörinu. Til að skrá sig er farið inn á síðuna xs.is og undir flipanum ,,Taktu þátt”  er fremst hægt að gerast flokksmeðlimur en neðar stuðningsmaður. Kosið er síðan 16. nóvember og þann 17. til kl. 16:59. Kosningin er rafræn og þeir sem taka þátt fá allar upplýsingar á síðunni xs.is, m.a. um kjörstaði fyrir þá sem ekki eru með heimabanka til að taka við lykilorði eða aðgangi að nettengingu.  Kjörstaður fyrir Suðurnesin verður í Reykjanesbæ.

 Ég vil skora á íbúa Suðurnesja að veita þessum einstaklingum stuðning í baráttunni. Við þurfum á sterkri sveit að halda sem vinnur fyrir landið í heild en stendur vörð um okkar heimasvæði Suðurnesin.

Með vinsemd og virðingu,
Sveindís Valdimarsdóttir

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024