Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Styðjum Jóhann Benediktsson í verki
Miðvikudagur 2. apríl 2008 kl. 16:22

Styðjum Jóhann Benediktsson í verki

Fyrir 1 ári síðan eða þ. 11 mars 2007, birtist eftirfarandi tilkynning á vefnum www.logreglan.is :

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

"Laugardaginn 10. mars 2007 lagði lögreglan á Suðurnesjum ásamt fíkniefnadeild tollstjórans á Suðurnesjum og sérsveit og greiningardeild Ríkislögreglustjórans í skipulagða lögregluaðgerð gegn meintum dreifingar-og söluaðilum fíkniefna á Suðurnesjum. Þetta er viðamesta lögregluaðgerð að þessum toga sem framkvæmd hefur verið á Suðurnesjum. Þegar mest var komu samtals 36 lögreglumenn og 4 tollverðir með tvo fíkniefnaleitarhunda að aðgerðunum þegar farið var í 5 húsleitir á sama tíma snemma á laugardagskvöldinu. Í öllum þessum húsleitunum fundust fíkniefni og voru níu aðilar handteknir og yfirheyrðir vegna meintra fíkniefnabrota. Samtals var lagt hald á um það bil 135 gr. af hassi, 65 gr. af hvítu efni og 10 e-töflur. Uppúr miðnætti var farið í eina húsleit til viðbótar og þar voru 3 menn handteknir, en þar voru haldlögð 10 gr. af hassi og 1 gr. af amfetamíni. Farið var á skemmtistaði í embættinu þar sem framkvæmd var líkamsleit á um það bil 20 einstaklingum sem grunaðir voru um vörslu fíkniefna og fundust á einum 2 gr. af amfetamíni. Segja má að þessi lögregluaðgerð sé lýsandi fyrir breytingar sem urðu um áramótin við sameiningu lögregluembætta í landinu. Lögreglan á Suðurnesjum mun leggja mikla áherslu á að ná tökum á brotastarfsemi sem tengist fíkniefnabrotamönnum sem hafa því miður verið of fyrirferðamikilir í umdæminu á undanförnum misserum. Lögð verður áhersla á aukna samvinnu á milli lögregluliða og er þessi aðgerð dæmi um vel heppnaða samvinnu."

Sú aðgerð sem líst er hér að ofan, er ljóslifandi dæmi um dugnað, elju og stjórnvisku Jóhanns Benediktssonar. Þessi einstaka aðgerð er jafnframt vitnisburður um mikilvægi þess að embættum lögreglu og tolls verði ekki skipt upp eins og nú er kveðið á um að hálfu yfirvaldsins í Reykjavík. Til frekari vitneskju lesenda er rétt að taka fram að greinarhöfunar hafa vitneskju um að Jóhann Benediktsson hafi tekið beinan þátt í þeim aðgerðum sem líst er hér að ofan. Hann skipulagði aðgerðina út í hörgul og heyrst hefur að hann hafi hlaupið brotamenn uppi sjálfur, fellt þá og handjárnað á vettvangi. Svona menn eru gulls ígildi fyrir samfélagið okkar, þeir eru fordæmisgefandi og nauðsynlegir okkur hinum sem treystum á lögregluna og vilja trúa að hún búi yfir bæði kjark og getu til að taka á brotahópum sem hafa stefnt öryggi fjölmargra í hættu með framferði sínu og á stundum gengið á saklausa borgara með ofbeldi, líkamsmeiðingum og hótunum. Harkan í undirheimunum fer vaxandi og henni verður að mæta.

Við þurfum alvöru mann í brúnna, svo einfalt er málið

Ef Sjálfstæðisflokkurinn með ráðherra og þingmenn kjördæmisins í broddi fylkingar ætlar að horfa aðgerðarlaus á eftir okkar hæfasta manni á sviði lög- & tollgæslumála þá verður flokkurinn að vera reiðubúinn að taka högginu sem slíku fylgir. Þingmenn Samfylkingar geta heldur ekki setið klofvega á grindverkinu í þessu máli. Það er enn aumkunarverðara. Tafarlaust verður að blása af þá breytingu sem boðuð hefur verið á uppskiptingu embætta hér á Suðurnesjum. Hún er gagnslaus með öllu þessi breyting en stærstu rök þeirra sem tala fyrir breytingum er að kerfisbreytingin falli vel að einhverju myndrænu skipulagi á pappír eða þar sem lögreglan er algjörlega sér á báti í stjórnsýslunni. Hvaða bull er þetta? "Bjúrakrötunum" í Reykjavík þykir þetta koma betur út með þessum hætti. Er ekki líklegt að sömu aðilar séu gjörsamlega sneyddir tilfinningu fyrir hinni eiginlegu starfsemi og aðstæðum sem hér er uppi? Rökin fyrir breytingunum halda ekki vatni. Það sem vantar í málaflokkinn er fjármagn og aftur fjármagn. Lögreglumönnum hefur fækkað á sama tíma og glæpaaldan hefur risið hærra. Það er ekkert nokkurt vit í þessu og sorglegt er að hlusta fylgisveina íhaldsins bakka þessa vitleysu upp. Eins og allt sé heilagt sem komi frá ráðherrum flokksins. Hvar er sjálfstæðið hjá sjálfstæðismönnum í dag?

Við hvetjum þingmenn kjördæmisins að sýna kjark og sjálfstæði og styðja við bakið á Jóhanni í þessu máli. Almenningur fylgist með málinu.


Virðingarfyllst

Gunnar Örn Örlygsson

Guðjón Vilhelm Sigurðsson

Jóhann F. Friðriksson