Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Styðjum Árna Rúnar
Miðvikudagur 14. nóvember 2012 kl. 17:02

Styðjum Árna Rúnar

Síðustu sex ár hef ég starfað sem bæjarstjóri Hornafjarðar.  Á þeim tíma hef ég unnið náið með Árna Rúnari Þorvaldssyni, sem sækist eftir 2-4. sæti í forvali Samfylkingar nú um helgina.  Í stuttu máli sagt fyndist mér Árni vel að þeim sætum kominn.  Sem forseti bæjarstjórnar, formaður bæjarráðs og í öðrum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið hafa kostir Árna nýst vel.  Hann hefur ríka réttlætiskennd og er baráttumaður fyrir sínum málstað. 

Á vettvangi sveitarfélagsins hefur hann beitt sér fyrir bættum hag fjölskyldna, sanngjarnri málsmeðferð og góðri stjórnsýslu svo dæmi séu tekin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á þeim árum sem ég hef starfað sem bæjarstjóri hefur ríkt góður andi í bæjarstjórn.  Það er regla að leitað sé sátta um málefni.  Slík vinnubrögð stjórnmálaafla eru til fyrirmyndar að mínu mati og ættu líka að tíðkast á Alþingi Íslendinga.  Hljóti Árni brautargengi í flokksvalinu er ég þess fullviss að hann muni starfa áfram í þessum anda. 

Kær kveðja,

Hjalti Þór Vignisson