Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 5. desember 2003 kl. 18:46

Stuðningur til að mæta fátækt á Suðurnesjum fyrir jólin

Kvenfélögin í Keflavík, Njarðvík, Sandgerði, Garði og Vogum hafa ákv. að taka höndum saman og standa fyrir söfnun nú fyrir jólin til handa fjölskyldum og einstaklingum í sveitarfélögunum sem hafa úr litlu að spila.   Hugmyndin er sambærileg og hjá Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík. Æskilegt er að framlög séu í  formi matar, gjafakorta eða peninga.  Ekki er talin ástæða til að taka við fatnaði, þar sem Suðurnesjadeild RKÍ sér um þann þátt.
Þeir sem vilja láta eitthvað af hendi rakna eru beðnir að hafa samband við Ragnhildi Ragnarsdóttur í síma 421 1344, Sjöfn Olgeirsdóttur í síma 846 0542, Helgu Valdimarsdóttur í síma 421 5029, Hönnu Helgadóttur í síma 424 6550, Valdísi Sigurðardóttur í síma 423 7887 eða Sylvíu Hallsdóttur í síma 862 7044.
Tekið verður á móti umsóknum um aðstoð  mánudaginn 15. og  þriðjudaginn 16. des.  milli kl. 14 og 19 í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2 í Keflavík, Reykjanesbæ.  Afgreiðsla umsókna fer fram á Þorláksmessu á sama stað milli kl. 14 og 19.
Við hvetjum félagasamtök, verslunareigendur, atvinnurekendur og  einstaklinga á Suðurnesjum til að leggja sitt að mörkum til þess að sem flestir íbúar svæðisins geti átt möguleika á áhyggjulitlum jólum þetta árið.

Kvenfélögin í Keflavík, Njarðvík, Sandgerði, Garði og Vogum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024