Stubbaakademían aftur af stað
Nú í vetur hefur íþróttaakademían verið að keyra íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 6 ára á laugardögum, en íþróttaskólinn hefur fengið það fína nafn; Stubbaakademían.
Aðaláherslan hefur verið á að vera með leiki og þrautir í samræmi við þroska og aldur barnanna. Þar koma foreldrar og börn saman og eiga skemmtilega stund
Lagt var upp með mikinn metnað og fengið faglært fólk til þess að skipuleggja og inna af hendi það frábæra starf sem þar fer fram og hefur vel tekist til.
Íþróttafræðingarnir Andrés Þórarinn Eyjólfsson og Jóhanna Ingvarsdóttir, ásamt leikskólakennurunum Ingunni Rós Valdimarsdóttur, Svövu Ósk Stefánsdóttur og Þóru Sigrúnu Hjaltadóttur hafa skipulagt tímana þannig að börnin fái fjölbreytt tækifæri til að styrkja og efla hreyfiþroska sinn.
Námskeiðin hafa gengið vonum framar, mikill áhugi hefur verið hjá bæði börnum, foreldrum og meira að segja öfum og ömmum.
En nýtt námskeið er að fara af stað 15. mars og áhugasömum bent á að hafa samband við akademíuna.
Aðaláherslan hefur verið á að vera með leiki og þrautir í samræmi við þroska og aldur barnanna. Þar koma foreldrar og börn saman og eiga skemmtilega stund
Lagt var upp með mikinn metnað og fengið faglært fólk til þess að skipuleggja og inna af hendi það frábæra starf sem þar fer fram og hefur vel tekist til.
Íþróttafræðingarnir Andrés Þórarinn Eyjólfsson og Jóhanna Ingvarsdóttir, ásamt leikskólakennurunum Ingunni Rós Valdimarsdóttur, Svövu Ósk Stefánsdóttur og Þóru Sigrúnu Hjaltadóttur hafa skipulagt tímana þannig að börnin fái fjölbreytt tækifæri til að styrkja og efla hreyfiþroska sinn.
Námskeiðin hafa gengið vonum framar, mikill áhugi hefur verið hjá bæði börnum, foreldrum og meira að segja öfum og ömmum.
En nýtt námskeið er að fara af stað 15. mars og áhugasömum bent á að hafa samband við akademíuna.