Stórviðburðir í menningarlífi Reykjanesbæjar
Já það er óhætt að hefja skrif mín á þessari yfirskrift. Kosningar nýafstaðnar, nýr bæjarstjóri með nýjar hugmyndir og nýjar áherslur sem eiga eflaust eftir að koma þessu bæjarfélagi til góða í náinni framtíð, enda mikil þörf á ef litið er á þróun verslunar og þjónustu við Hafnargötuna þar sem allt virðist í dauðateygjunum eða þannig...! Sömu sögu er ekki hægt að segja um vakninguna í lista og menningargeiranum. Þar eru hlutirnir að gerast. Má af mörgu taka þar en hæst stendur náttúrulega val á lagi fyrir þessa hátíð okkar sem fór vonum framar, 52 lög send inn auk beinnar útsendingar á skjá einum. Ljósanótt verður haldin nú í þriðja sinn vonandi enn glæsilegri en áður enda úrval manna og kvenna þar við stjórn ásamt mörgum öðrum bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem unnið hafa hvíldarlaust að því að gera þetta að stórviðburði ! Já ég segi stórviðburði því þessi fyrsta helgi í september hér í bæ er orðin það vel þekkt og góð afspurnar fyrir okkur bæjarbúa að undrun sætir. Ég held að fólk eigi eftir að tala um Ljósanótt okkar löngu eftir að menningarnótt í Reykjavík verður löngu gleymd, á því er ekki nokkur vafi í mínum huga." Hvað haldið þið t.d. að flugeldasýningin í Reykjavík hafi staðið lengi"? Við getum öll verið stolt af þessum aðilum öllum sem hönd hafa lagt á plóginn til að gera þennan menningarviðburð að því sem hann er í dag. Með samstilltu átaki gerast hlutirnir. Ég sit nú annað árið í röð í stjórn Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Okkur þ.e stjórninni hefur tekist að rífa félagið úr þeirri lægð sem það var í með samstilltu átaki og samvinnu, vekja áhuga fólks á list og menningu, verið í samstarfi við önnur félög til að setja saman eitthvað gaman og skemmtilegt. Sem dæmi má nefna uppákomuna í portinu við Svarta pakkhúsið í fyrra en þar vorum við í samstarfi við leikfélagið. Nú verðum við með kynningu á Ljósanótt með verkum sem staðsett verða víða í bænum sem síðan verða boðin upp 7. sept.væntanlega undir stjórn Kjartans Más Kjartanssonar enda stóð hann sig eins og hetja í fyrra. Þá verður galleríið í fremri sal pakkhússins og samsýning nokkurra valinna listamanna í innri sal, Júlíus Samúelsson sýnir ein 50 verk á efri hæð hússins og ég ætla ekki að láta mitt eftir liggja. Ég ætla að ríða á vaðið og opna myndlistasýningu undir yfirskriftinni "Börn náttúrunnar" fimmtudaginn 5. september kl.20.00 - 22.00 í vetrarsal gólfklúbbs Suðurnesja inn í portinu gengt Svarta pakkhúsinu. Hún verður að sjálfsögðu öllum opin alla ljósahelgina frá kl.14.00 og eitthvað frameftir næstu viku þar á eftir.
Auk þess veit ég af sýningum m.a hjá Guðrúnu Baðstofuformanni og sjö eldri baðstofumeðlimum.Það verður því nóg að gera fyrir alla listunnendur af öllu landinu vonandi að sjá, heyra og njóta alls þess er í boði verður þessa miklu og stóru helgi sem framundan er.
Ágætu bæjarbúar við skulum síðan öll fyllast stolti þegar Íslendingur siglir inn Keflavíkina, víkjum á burt öllu svartsýnisbauli og afturhaldshugsunum og stöndum saman að því að gera þennan bæ að því sem hann á að vera,okkur öllum til sóma.
Góða skemmtun
Hermann Árnason
Hermann Árnason situr í stjórn Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ.
Auk þess veit ég af sýningum m.a hjá Guðrúnu Baðstofuformanni og sjö eldri baðstofumeðlimum.Það verður því nóg að gera fyrir alla listunnendur af öllu landinu vonandi að sjá, heyra og njóta alls þess er í boði verður þessa miklu og stóru helgi sem framundan er.
Ágætu bæjarbúar við skulum síðan öll fyllast stolti þegar Íslendingur siglir inn Keflavíkina, víkjum á burt öllu svartsýnisbauli og afturhaldshugsunum og stöndum saman að því að gera þennan bæ að því sem hann á að vera,okkur öllum til sóma.
Góða skemmtun
Hermann Árnason
Hermann Árnason situr í stjórn Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ.