Stóru litlu málin
Það er tæp ein vika þar til við göngum til kosninga. Síðustu vikur hafa verið virkilega skemmtilegar og lærdómsríkar, því betur sjá augu en auga. Málefnin eru mismunandi sem brenna á okkur og mörg sjónarhorn sem ég hef fengið eftir samtöl við íbúa.
Eitt sem ég hef tekið eftir, að oftast eru þetta ekki stóru málin sem fara hæst, eins og lóðaframboð, heilsugæsla eða dvalarrými fyrir aldraða, sem vissulega eru gríðarlega mikilvæg málefni fyrir íbúa Suðurnesjabæjar, heldur eru það oft litlu hlutirnir sem skipta okkur máli, það sem við sjáum og stendur okkur næst, umhverfið okkar og fjölskyldan.
- Við í Samfylkingunni og óháðum viljum stórbæta ásýnd sveitarfélagsins í góðu samstarfi við íbúa og fyrirtækjaeigendur.
- Við ætlum að fjölga leiksvæðum og sjá til þess að viðhald verði með besta móti.
- Við viljum frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja
- Við ætlum að hækka frístundastyrkinn.
- Að tryggt verði jafnt aðgengi barna í Suðurnesjabæ að íþróttum með frístundaakstri milli bæjarkjarna.
- Efla íþróttastarf fyrir ungmenni með ráðningu framkvæmdastjóra fyrir barna og unglingastarf.
- Tryggja öllum börnum aðgengi frá 12 mánaða aldri að faglegu starfi í leik- og grunnskólum. • Bæta aðgengi að Gerðaskóla yfir stofnbraut
- Halda áfram góðri niðurgreiðslu á skólamáltíðum
- Að námsgögn verði áfram gjaldfrjáls í grunnskólum.
Af nægu er að taka og nokkuð víst að komandi kosningar verða spennandi.
Við í Samfylkingunni og óháðum í Suðurnesjabæ óskum eftir þínum stuðningi í kosningunum 14.maí næstkomandi, settu X við S, að sjálfsögðu.
Ég heiti Elín Frímannsdóttir og skipa 2. sæti Samfylkingar og óháðra
og vil taka virkan þátt í áframhaldandi mótun og uppbyggingu sameinaðs sveitarfélags.