Stórsigur á Suðurnesjum
Hjálmar Árnason Alþingismaður fór á óperusýninguna á Dráttarbrautinni í Keflavík um helgina og hreifst af frammistöðu þeirra sem þar komu fram.
Sjaldan hafa Suðurnesin fengið jafn mikla og jákvæða kynningu í fjölmiðlum eins og um og fyrir síðustu helgi. Í öllum stærri fjölmiðlum var fjallað sérstaklega um glæsilegt framtak Suðurnesjamanna og náði meira að segja inn í leiðara Morgunblaðs-ritstjóra. Nokkur hundruð manna áttu þess svo kost að njóta og hrífast af tilefninu: Óperu- og tónlistarflutningi í gömlu Dráttarbrautinni í Keflavík.
Norðurópi, undir forystu stórbassans Jóhanns Smára Sævarssonar, tókst hið ómögulega – að setja upp og sýna frábær tónlistaratriði við þessar óvenjulegu aðstæður. Sannarlega er þetta stórbrotið afrek. Í fyrsta lagi að láta sér detta í hug að setja upp óperu á Suðurnesjum. Hvað þá að flytja hana í gömlu Dráttarbrautinni. Að ekki sé minnst á að safna úrvals listafólki úr ólíkum áttum til að gera drauminn að veruleika.
Undirbúningur hefur verið mikill og mörg ljón á veginum. Með viljann að vopni og ríka hæfileika má segja að hópnum hafi tekist að ryðja hindrunum öllum úr vegi. Kuldi á æfingum, slys og veikindi á undirbúningstíma, leki í húsinu og ámóta hremmingum tókst ekki að slá á einbeittan vilja Norðuróps. Fyrir vikið áttum hundruð manna þess kost að verða vitni að einstakri sýningu. Ég óska aðstandendum öllum til hamingju með afrekið og finnst ástæða til að þakka þeim fyrir að láta í sér heyra svo eftir var tekið um allt land – Suðurnesjum til mikils sóma. Þetta var frábær kynning og einstök markaðssetning á svæðinu.
Hið unga tónlistarfólk er að skila þeirri miklu menntun sem það hefur hlotið á sínu sviði og leyfa samborgurum sínum að njóta með. Flestir flytjenda eiga það nefnilega sammerkt að hafa hlotið tónmenntun sína hér heima og haldið að því búnu á vit frekari afreka innanlands og erlendis. Þá má ekki gleyma mikilvægi getsanna í röðum flytjenda en í sameiningu varð til samstilltur og kraftmikill hópur sem flutti okkur ánægjulega tónlist eftir tvö mikilmenni í röðum tónskálda: Puccini og Sigurð Sævarsson.
Hvorki hef ég kunnáttu né getu til að fjalla faglega um einstaka listamenn en hópurinn allur small vel saman svo úr varð einstaklega ljúf kvöldstund í hinu stóra húsi. Viðbrögð áheyrenda staðfestu þennan skilning. Ég hygg að ekki sé á nokkurn hallað þó Jóhanni Smára, bróður hans Sigurði og fjölskyldum þeirra sé sérstaklega þakkað fyrir frumkvæðið og áræðið við að gera sýninguna að veruleika. Segja má að enn sýni Ragnheiður Skúladóttir og Sævar Helgason hversu mikilvæg þau eru fyrir menningu og listir hér á Suðurnesjum – ekki bara með eigin verkum heldur fjölskyldunnar allrar.
Þetta framtak er svæðinu jákvætt inávið og útávið. Gaman verður að fylgjast með næstu skrefum á sjálfri Ljósanóttinni. Hafið hugheilar þakkir fyrir afrekið.
Hjálmar Árnason,
Alþingismaður.
Sjaldan hafa Suðurnesin fengið jafn mikla og jákvæða kynningu í fjölmiðlum eins og um og fyrir síðustu helgi. Í öllum stærri fjölmiðlum var fjallað sérstaklega um glæsilegt framtak Suðurnesjamanna og náði meira að segja inn í leiðara Morgunblaðs-ritstjóra. Nokkur hundruð manna áttu þess svo kost að njóta og hrífast af tilefninu: Óperu- og tónlistarflutningi í gömlu Dráttarbrautinni í Keflavík.
Norðurópi, undir forystu stórbassans Jóhanns Smára Sævarssonar, tókst hið ómögulega – að setja upp og sýna frábær tónlistaratriði við þessar óvenjulegu aðstæður. Sannarlega er þetta stórbrotið afrek. Í fyrsta lagi að láta sér detta í hug að setja upp óperu á Suðurnesjum. Hvað þá að flytja hana í gömlu Dráttarbrautinni. Að ekki sé minnst á að safna úrvals listafólki úr ólíkum áttum til að gera drauminn að veruleika.
Undirbúningur hefur verið mikill og mörg ljón á veginum. Með viljann að vopni og ríka hæfileika má segja að hópnum hafi tekist að ryðja hindrunum öllum úr vegi. Kuldi á æfingum, slys og veikindi á undirbúningstíma, leki í húsinu og ámóta hremmingum tókst ekki að slá á einbeittan vilja Norðuróps. Fyrir vikið áttum hundruð manna þess kost að verða vitni að einstakri sýningu. Ég óska aðstandendum öllum til hamingju með afrekið og finnst ástæða til að þakka þeim fyrir að láta í sér heyra svo eftir var tekið um allt land – Suðurnesjum til mikils sóma. Þetta var frábær kynning og einstök markaðssetning á svæðinu.
Hið unga tónlistarfólk er að skila þeirri miklu menntun sem það hefur hlotið á sínu sviði og leyfa samborgurum sínum að njóta með. Flestir flytjenda eiga það nefnilega sammerkt að hafa hlotið tónmenntun sína hér heima og haldið að því búnu á vit frekari afreka innanlands og erlendis. Þá má ekki gleyma mikilvægi getsanna í röðum flytjenda en í sameiningu varð til samstilltur og kraftmikill hópur sem flutti okkur ánægjulega tónlist eftir tvö mikilmenni í röðum tónskálda: Puccini og Sigurð Sævarsson.
Hvorki hef ég kunnáttu né getu til að fjalla faglega um einstaka listamenn en hópurinn allur small vel saman svo úr varð einstaklega ljúf kvöldstund í hinu stóra húsi. Viðbrögð áheyrenda staðfestu þennan skilning. Ég hygg að ekki sé á nokkurn hallað þó Jóhanni Smára, bróður hans Sigurði og fjölskyldum þeirra sé sérstaklega þakkað fyrir frumkvæðið og áræðið við að gera sýninguna að veruleika. Segja má að enn sýni Ragnheiður Skúladóttir og Sævar Helgason hversu mikilvæg þau eru fyrir menningu og listir hér á Suðurnesjum – ekki bara með eigin verkum heldur fjölskyldunnar allrar.
Þetta framtak er svæðinu jákvætt inávið og útávið. Gaman verður að fylgjast með næstu skrefum á sjálfri Ljósanóttinni. Hafið hugheilar þakkir fyrir afrekið.
Hjálmar Árnason,
Alþingismaður.