Störf unga fólksins
Ágætu bæjarbúar.
Nú er hásumar og eins og alltaf þá fylgir því aukin fegurð og tilveran verður léttari. Bærinn okkar færist í sumarskap og sjá má garða og opin svæði blómstra. Þannig hefur þetta ætíð verið og má þar merkja störf unga fólksins sem eru að stíga sín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn innan vinnuskóla Reykjanesbæjar. Þannig viljum við að þetta sé, það er að unga fólkið fái tækifæri til að kynnast vinnu jafnframt því sem það stuðlar að fegurri ímynd bæjarfélagsins. Ég hélt að það væri almenn samstaða bæjarbúa að svona ættu hlutirnir að vera. En nú bregður svo við að núverandi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar telur það heppilegast, sennilega til sparnaðar, að rjúfa þessa sátt um vinnuskóla Reykjanesbæjar sem verið hefur um áratuga skeið. Á yfirstandandi ári gera reglur meirihluta bæjarstjórnar ráð fyrir miklum niðurskurði til þessa málaflokks. Ég hef kynnt mér hvað önnur nærliggjandi sveitarfélög eru að aðhafast í þessum málum og lítur dæmið þannig út:
8.bekkur
Reykjanesbær: 2 vikur hálfan daginn
Garður: 5 vikur hálfan daginn
Hafnarfjörður: 7 vikur hálfan daginn
Kópavogur: 7 vikur hálfan daginn 4 daga vikunnar
9.bekkur
Reykjanesbær: 3 vikur allan daginn
Garður: 8 vikur 36 klst. á viku
Hafnarfjörður: 6 vikur allan daginn
Kópavogur: 7 vikur allan daginn 4 daga vikunnar
10.bekkur
Reykjanesbær: 4 vikur allan daginn
Garður: 8 vikur 36 klst. á viku
Hafnarfjörður: 7 vikur allan daginn
Kópavogur: 7 vikur allan daginn 4 daga vikunnar og 3,5 klst. á föstudögum
Þessu til viðbótar má nefna, eins og kemur fram í grein Kjartans Más Kjartanssonar í síðasta tölublaði Víkurfrétta, þá hafa laun hjá vinnuskóla Reykjanesbæjar ekkert hækkað síðan árið 2002. Eins og ég sagði í upphafi þá er hásumar og vinnu margra unglinga þegar lokið. Mér finnst það algjörlega óásættanlegt hjá núverandi meirihluta bæjarstjórnar að beina niðurskurðarhnífnum í þennan málaflokk. Það er ekki stórmannlegt, og til mikillar skammar. Vonandi fær þessi meirihluti frí eftir næstu kosningar.
Brynja Lind Sævarsdóttir
Í stjórn FUF í Reykjanesbæ.
Nú er hásumar og eins og alltaf þá fylgir því aukin fegurð og tilveran verður léttari. Bærinn okkar færist í sumarskap og sjá má garða og opin svæði blómstra. Þannig hefur þetta ætíð verið og má þar merkja störf unga fólksins sem eru að stíga sín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn innan vinnuskóla Reykjanesbæjar. Þannig viljum við að þetta sé, það er að unga fólkið fái tækifæri til að kynnast vinnu jafnframt því sem það stuðlar að fegurri ímynd bæjarfélagsins. Ég hélt að það væri almenn samstaða bæjarbúa að svona ættu hlutirnir að vera. En nú bregður svo við að núverandi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar telur það heppilegast, sennilega til sparnaðar, að rjúfa þessa sátt um vinnuskóla Reykjanesbæjar sem verið hefur um áratuga skeið. Á yfirstandandi ári gera reglur meirihluta bæjarstjórnar ráð fyrir miklum niðurskurði til þessa málaflokks. Ég hef kynnt mér hvað önnur nærliggjandi sveitarfélög eru að aðhafast í þessum málum og lítur dæmið þannig út:
8.bekkur
Reykjanesbær: 2 vikur hálfan daginn
Garður: 5 vikur hálfan daginn
Hafnarfjörður: 7 vikur hálfan daginn
Kópavogur: 7 vikur hálfan daginn 4 daga vikunnar
9.bekkur
Reykjanesbær: 3 vikur allan daginn
Garður: 8 vikur 36 klst. á viku
Hafnarfjörður: 6 vikur allan daginn
Kópavogur: 7 vikur allan daginn 4 daga vikunnar
10.bekkur
Reykjanesbær: 4 vikur allan daginn
Garður: 8 vikur 36 klst. á viku
Hafnarfjörður: 7 vikur allan daginn
Kópavogur: 7 vikur allan daginn 4 daga vikunnar og 3,5 klst. á föstudögum
Þessu til viðbótar má nefna, eins og kemur fram í grein Kjartans Más Kjartanssonar í síðasta tölublaði Víkurfrétta, þá hafa laun hjá vinnuskóla Reykjanesbæjar ekkert hækkað síðan árið 2002. Eins og ég sagði í upphafi þá er hásumar og vinnu margra unglinga þegar lokið. Mér finnst það algjörlega óásættanlegt hjá núverandi meirihluta bæjarstjórnar að beina niðurskurðarhnífnum í þennan málaflokk. Það er ekki stórmannlegt, og til mikillar skammar. Vonandi fær þessi meirihluti frí eftir næstu kosningar.
Brynja Lind Sævarsdóttir
Í stjórn FUF í Reykjanesbæ.